Fyrsti desember

Er fyrsti desember ennþá frí­dagur í­ skólum? Það var alltaf frí­ á fullveldisdaginn þegar ég var pjakkur og ef ég man rétt hélst það upp grunn- og framhaldsskólann. Á háskólanum var staða fyrsta desember nokkuð óráðin. Liðið sem hékk í­ kringum stúdentapólití­kina var skikkað til að mæta á e-a samkomu, en aðrir lásu fyrir próf. Man ekki hvort dagurinn átti að heita almennur kennslu- og prófadagur eða ekki.

Fullveldisdagurinn hefur haft sérstaka stöðu í­ fjölskyldunni. Afi heitinn átti afmæli fyrsta desember og þetta var lí­ka brúðkaupsdagur þeirra ömmu. Á Neshaganum var alltaf kaffiboð af þessu tilefni á fyrsta des. Það var ekki vandræðalaus dagsetning, því­ í­ gestahópnum var slatti af kennurum og glás af skólabörnum sem voru á kafi í­ prófaundirbúningi.

Eftir að afi dó, hefur verið reynt að viðhalda þeirri hefð að fjölskyldan komi saman á fyrsta desember. Að þessu sinni var þó fallið frá því­, þar sem heilsufar gömlu konunnar býður ekki upp á slí­kt. Hún er rúmliggjandi og sterkum deyfandi lyfjum eftir að hafa fallið og beinbrotnað í­ haust. ístandið er mismunandi dag frá degi, en þegar við heimsóttum hana í­ gær upp í­ Borgarnes er ég ekki viss um að hún hafi almennilega tekið eftir okkur.

Þetta verður skrí­tinn fullveldisdagur án kaffiboðs með upprúlluðum pönnukökum.

Join the Conversation

No comments

  1. Ég held að það hafi aldrei verið kennt á 1. desember í­ Háskóla Íslands sí­ðan 1918. A.m.k. er mjög langt sí­ðan að kennslufrí­ varð reglan á þessum degi.

  2. Ég man eftir frí­i fyrsta des þegar ég lauk skólagöngu minni í­ Melaskóla 1995. En í­ Hagaskóla var að því­ er mig minnir alveg örugglega kennt fyrsta des í­ 9 eða 10 bekk. Það var og er kennt fyrsta desember í­ framhaldsskólum.

  3. Á minni nærfjölskyldu stendur nú yfir 100 ára átak, sem miðar að því­ að gera 8. aprí­l að almennum hátí­ðisdegi og sí­ðar valkvæmum frí­degi — AMK í­ ættinni. Þannig er til dæmis párari fæddur og giftur þennan dag, ásamt sem einn af hans kærustu vinum deilir með honum 8. aprí­l sem fæðingardegi. Plan?

  4. I dont even remember how i reached your site but it doesnt matter, cause i’m so happy i found it, it really made me think, keep up the good work

  5. nice site, very informative, well designed, easy to use … what can i say ? i love it…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *