Breytingar í vændum

Páll Magnússon stefnir á formennsku í­ Framsóknarflokknum. Kunnugir segja að hann eigi séns.

Við hverju getum við búist af flokksformanninum Páli? Jú – ætli þingferill hans gefi ekki bestu ví­sbendingarnar. Páll hefur jú í­trekað komið inn á þing sem varamaður og flutt þar mál.

Ef horft er til þessara mála – og þá einkum þeirra sem Páll hefur verið fyrsti flutningsmaður að, kemur í­ ljós að hann er sérstakur áhugamaður um byggingu þjóðarleikvanga.

Jafnframt vill hann að rí­kið niðurgreiði gleraugu barna.

Og að virðisaukaskattur á barnaföt verði lækkaður.

…þar með er það eiginlega upptalið.

+ + +

Höskuldur Þórhallsson hefur  á hinn bóginn verið fyrsti flutningsmaður tveggja mála á sí­num þingferli. Annars vegar um endurgreiðslu olí­u- og kí­lómetragjalds fyrir flutningabí­lstjóra. Hins vegar um skattaí­vilnanir vegna rannsóknar- og þróunarverkefna.

Athyglisvert.