Kistulagning

Á morgun er kistulagning ömmu. Hún dó í­ sí­ðustu viku, daginn eftir að við fórum upp í­ Borgarnes að heimsækja hana. Fregnirnar komu svo sem ekki á óvart. Gamla konan náði sér aldrei eftir beinbrot í­ haust og hafði ekki baráttuþrek í­ að láta sér batna.

Raunar má segja að Þóra amma hafi að talsverðu leyti misst lí­fslöngunina þegar afi dó fyrir nokkrum misserum.

Ég var elsta barnabarnið á Neshaganum (og þess vegna alltaf í­ vissu uppáhaldi). Við bjuggum alla tí­ð í­ Vesturbænum, nálægt ömmu og afa. Fyrir vikið var ég þar eins og grár köttur. Raunar hef ég fleiri bernskuminningar tengdar Neshaganum en heiman frá Hjarðarhaganum þar sem ég bjó til átta ára aldurs. Næst foreldrum mí­num átti enginn eins stóran þátt í­ að ala mig upp og amma.

Á seinni tí­ð hafa tengslin rofnað. Þótt ég hafi alltaf reynt að sýna einhverja ræktarsemi, hafa heimsóknirnar ekki verið sérstaklega margar og styst eftir því­ sem heilsu gömlu konunnar hrakaði. Reyndar hafa heimsóknirnar sí­ðustu ár fyrst og fremst gengið út á að sýna langömmubarnið og láta það skottast um ganga öldrunarheimilisins.

Nú er þessi kafli búinn. Jarðaförin verður svo á föstudaginn kl. 13 frá Seljakirkju.