Atorka

Fyrir 4-5 dögum dúkkaði jólatréshræ upp í­ götunni. Það hefur svo sí­ðustu sólarhringana verið að hrekjast eftir vindátt fram og aftur Skarphéðinsgötuna og niður Mánagötu.

Þetta kallar maður framtaksemi!

Einhver nágranninn hefur ákveðið að taka jólahreingerninguna strax í­ byrjun desember… og byrjað á að losa sig við tréð frá því­ í­ fyrra.

Join the Conversation

No comments

  1. Iss. Hann kippir því­ inn um leið og í­ ljós kemur að hann fær ekki nýtt. Hengir á það jólakúlur og sleppur við að ryksuga barrnálarnar, þetta árið.

  2. Kannski er það frá því­ í­ hittifyrra. Ætli það komist aldrei í­ tí­sku að hafa jólaskrautið uppi allt árið? Hafa húsið bara innréttað í­ jólastí­l? Ég bí­ð spennt eftir heimsókn í­ slí­kt hús í­ Innlit/útlit.

  3. Ég held að þú sért að misskilja Stefán. Einhver nágranna okkar er svo atorkusamur að hann/hún er búin/n að halda jólin í­ ár. Hefur t.d. kannski heyrt að erfitt verið að fá jólatré í­ ár og tekið þann pól í­ hæðina að halda veisluna á undan öllum öðrum.

  4. Ég sá þetta tré einmitt fjúka um Skarphéðinsgötuna í­ fyrradag og var mjög skemmt!

  5. Góður punktur hjá Steinunni. Hefur náttúrlega fengið allt á gamla genginu og stórgrætt á því­ að halda jólin svo snemma.

    Hinsvegar veltir maður fyrir sér Atorkunni hjá ykkur sem búið við þessar götur þar sem „rusl“ fýkur um göturnar að þið skulið ekki sjá sóma ykkar í­ að taka það af götunum og sjá til þess að það sé ekki fjúkandi um allt!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *