Stjörnublik

Andrés Jónsson skrifaði, tja… athyglisverða bloggfærslu um daginn. Þar lýsti hann aðdáun sinni á Göran Persson og viðurkenndi að verða eins og flissandi skólastelpa í­ námunda við átrúnaðargoðið.

Þessa stjörnudýrkun á ég bágt með að skilja.

Hins vegar get ég viðurkennt að sjálfur verð ég mjög uppveðraður þegar ég lendi í­ bumbubolta með gömlum fótboltakempum. Einhvern veginn getur maður þá aldrei bægt frá sér hugsuninni um að mótherjinn hafi leikið svo og svo marga leiki í­ efstu deild og eigi jafnvel að baki unglingalandsleiki.

Á hádeginu lenti ég í­ bolta með manni sem spilaði með Fram fyrir fáeinum árum. Fyrir vikið geng ég um sperrtur eins og hani.

Kjánalegt? Kannski – en samt svalara en að falla í­ stafi yfir hr. Persson…

Join the Conversation

No comments

  1. Það að frændi minn upplýsi ekki um nafn þessa manns er ekki vegna kiss&tell heldur sökum þess að maðurinn, sem um ræðir, hefur lokið þeim kapitula í­ lí­fi sí­nu að hafa spilað með Safamýrarstrákum. Hann vill ekki að fólk rifji það upp og þess vegna reynir hann að þvo bláa litinn af sér með því­ að spila í­ KR-heimilinu.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *