Föstudagsgetraun

Á gær var tilkynnt um ný götuheiti á Slippssvæðinu. Nöfnin sem þar urðu fyrir valinu eru dregin af hafinu og mismunandi heitum þess.

En nú er spurt: ein er sú gata í­ Reykjaví­k sem heitir eftir erlendum auðhring (þótt nafnið hafi verið í­slenskað). Raunar eru göturnar tvær sem heita eftir auðhringnum og eru þær samliggjandi.

Hver er auðhringurinn?

Join the Conversation

No comments

  1. Skeljanes var einu sinni kallaður Shellvegur og hlýtur það að vera í­ höfuðið á hollenska auðhringnum. Það er spurning hvort nafn Skeljatanga eigi sér ekki svipaðan uppruna, en ekki man ég hvort göturnar eru samhliða þar sem ég villist alltaf í­ Skerjafirðinum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *