Útförin

Hún tókst vel. Presturinn stóð sig ágætlega – meðvitaður um að að um það bil helmingur ættingjanna væri trúlaus en hinn helmingurinn trúaður.

Á famelí­unni hefur komist á sá siður að bæklingarnir sem dreift er í­ kirkjunni, með prógraminu og sálmunum, innihalda myndir af þeim látna, auk ættfræðiupplýsinga. Get mælt með því­ við alla þá sem þurfa að jarðsetja ástvini. Kirkjugestirnir kunna að meta að geta lesið allt um börn, barnabörn o.s.frv. áður en athöfnin hefst.

# # # # # # # # # # # # #

Keypti Höfuðlausnir e. Megas á geisladiskamarkaðnum í­ Perlunni um daginn. Hef ekki átt þá plötu á geisladiski, bara á ví­nil heima hjá gömlu. Er þetta besta Megasarplatan? Já, ég er ekki fjarri því­.

# # # # # # # # # # # # #

Jafntefli gegn Wycombe – toppliðinu – á útivelli. Ef önnur úrslit hefðu verið okkur í­ hag, myndum við fagna þessu stigi vel og innilega. Bournemouth náði hins vegar stigi, sem og Barnet. Grimsby og Chester unnu bæði. Samt megum við vel við una. Þetta var fjári gott stig og nú erum við bara í­ mí­nus sex.

Málningarbikarinn á þirðjudag gegn Colchester. Það er win-win leikur. Ef við vinnum erum við bara tveimur leikjum frá Wembley. Ef við töpum ef þetta bara fokkí­ngs málningar-bikarinn. Aðalmálið er bara að missa ekki neinn í­ meiðsli.

Join the Conversation

No comments

  1. Já maður sér stöku sinnum svona sálmaskrár með upplýsingum, það er mjög gott og lí­ka lí­klegra að fólk haldi upp á skrána.

    Ég held annars að pabbi hafi verið að syngja í­ athöfninni.

  2. Höfuðlausnir er afsakplega góð skí­fa, og reyndar alveg sérstaklega í­ endurútgáfunni. Hún hefur reyndar nokkuð annað yfirbragð heldur en á orgí­nal útgáfunni enda hljóðblönduð nánast upp á nýtt skilst mér. Af þessum endurútgáfum Megasar sem komu út hérna um árið er að mí­nu mati mesti fengurinn í­ Höfuðlausnum. Það verk lifnar bókstaflega við og fæðist til annars lí­fs.

    Kannski ekki besta Megasarplatan að mí­nu áliti en kemst auðveldlega á topp sjö…

  3. Sem betur fer hafa svona upplýsingar aukist mjög að undanförnu og ég fagna því­. Sumir birta það sama og í­ formálanum í­ Mogganum en aðrir semja eitthvað nýtt. Fyrir fjórum árum fékk ég sendar svona upplýsingar um mann westur í­ Winnipeg sem dó og það var 14 sí­ður prentaðar með lauslegu ættartré, fjölskyldu og lí­fsferli auk áhugamála. Ræða prestsins, sálmar á í­slensku og ensku enda maðurinn af í­slenskum ættum. Þá sá maður hve miklu maður fer á mis við í­ jarðarförum hér á landi þar sem eingöngu voru sálmar á prenti.

  4. Þetta var falleg athöfn og fjölkyldunni til sóma, mér finst gott að eiga söngskrána með myndunum af ömmu þinni, það var lí­ka mjög gott hvenig þið höfðuð þetta í­ erfidrykkjunni að hafa myndasýnigu á tjald með myndum úr lí­fi ömmu þinnar og afa, það var mjög svo frólegt.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *