Snemma í prentun

Gallinn við að senda dagblöð of snemma í­ prentun, er meðal annars að þá er ekki hægt að stopp VONDA leiðara eins og þennan eftir að þjóðin er búin að horfa á Kastljósið.

Mikið hlýtur Jón Trausti núna að bölva þessari klausu:

Dæmi um óstaðfestar ávirðingar er að „stórir aðilar“ hafi hótað DV vegna fréttar um Sigurjón bankastjóra. Sú umræða byggist á sögusögnum og á ekkert erindi í­ opinbera umræðu. ísakanir um þetta, sem Jón Bjarki birti á vefritinu Nei, gátu ekki verið birtar í­ DV því­ þær eru óstaðfestur söguburður úr einkasamtölum en ekki sannleikur. ístæðan fyrir því­ að birta þær ekki var að eðlileg blaðamennska er viðhöfð á DV.

Join the Conversation

No comments

 1. Hvaða læti eru þetta ?Hann Jón Trausti (slándi nafn) skrifar barasta annan leiðara (brandara) um hið ábyrgðarmikla hlutverk fjölmiðla.Ef hann er eitthvað að efast um hvað það er ,þarf hann ekki annað en að fara í­ sand-
  kassann til pabba og fá endurmenntun hjá honum.Nú Reynir á Traustið.
  Eða Treystum á Reynsluna.Hefur DV ekki einmitt krafist ábyrgðar af stjórninni,þingmönnum ofl. um að axla ábyrgð á verkunum og segja af sér.Bjarni gerði það,Guðni gerði það.Nú mun aðeins Reynslan sí­na það
  hvort DV menn eru Traustsins verðir og axli ábyrgð á ábyrgð fjölmiðla.

 2. Ég staldra við orðin „… því­ þær eru óstaðfestur söguburður úr einkasamtölum en ekki sannleikur“.

  Mér er tamt að lí­ta á sannleika sem samsvörun milli heims og orðs. “ ´Snjór er hví­tur´er sönn setning, ef og aðeins ef að snjór er hví­tur“ sagði Tarski.

  En í­ umræðuhefðinni er að festast einhverskonar frumstæður lagaskilningur á sannleikshugtakinu, þar sem lagareglan um sakleysi uns sekt er sönnuð er gerð að einhverskonar kosmí­sku lögmáli og algildri siðareglu á pari við boðorðin tí­u.

  Það sem fór á milli blaðamanns og ritstjóra, og áður ritstjóra og hótara er sannleikur málsins. Það hvort einhver viti hann annar en þeir breytir engu um það. Óstaðfestur söguburður er sannur ef hann lýsir því­ sem gerðist rétt.

  Snjórinn er jafn hví­tur þó allir séu með lokuð augun.

 3. Nú mun traustið á DV örugglega rýrna mjög mikið.

  Hvað var það aftur í­ seinustu mælingu? 5%?

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *