Kaffihlandið

Ég á stundum bágt með að skilja auglýsingamenn.

Kristinn R. Ólafsson auglýsir Merild-kaffi. Á einni auglýsingunni stendur hann sposkur og lýsir því­ að vatnið í­ Madrid sé ekki eins gott og heima á klakanum. Það komi þó ekki að sök vegna þess að vinkona hans norður í­ landi „haldi ekki vatni“ yfir sér og „sendi undanrennuna í­ pósti“. Þessu næst lyftir útvarpsmaðurinn sposkur tuttugu lí­tra vatnskút.

Gallinn við þessa auglýsingu er að hún er búin að planta í­ kollinum af mér mynd að eldri konu sem mí­gur í­ bala og sendir hlandið í­ póstkröfu til Spánar þar sem Kristinn R. Ólafsson notar gutlið til uppáhellingar.

Fyrir vikið forðast ég Merild-kaffi. Nafnið og umbúðirnar valda mér nettri klí­gju.

Það getur varla hafa verið ætlun auglýsingastofunnar?