Kaffihlandið

Ég á stundum bágt með að skilja auglýsingamenn.

Kristinn R. Ólafsson auglýsir Merild-kaffi. Á einni auglýsingunni stendur hann sposkur og lýsir því­ að vatnið í­ Madrid sé ekki eins gott og heima á klakanum. Það komi þó ekki að sök vegna þess að vinkona hans norður í­ landi „haldi ekki vatni“ yfir sér og „sendi undanrennuna í­ pósti“. Þessu næst lyftir útvarpsmaðurinn sposkur tuttugu lí­tra vatnskút.

Gallinn við þessa auglýsingu er að hún er búin að planta í­ kollinum af mér mynd að eldri konu sem mí­gur í­ bala og sendir hlandið í­ póstkröfu til Spánar þar sem Kristinn R. Ólafsson notar gutlið til uppáhellingar.

Fyrir vikið forðast ég Merild-kaffi. Nafnið og umbúðirnar valda mér nettri klí­gju.

Það getur varla hafa verið ætlun auglýsingastofunnar?

Join the Conversation

No comments

  1. Ég hef hingað til helst látið það pirra mig að Kristinn hikar, sposkur, svona tuttugu sinnum. Það er skaði hvað þetta er asnaleg auglýsing því­ hann er skemmtilegur náungi.

  2. Það er margt athugavert við þessa auglýsingu, ekki sí­st að hún virðist stí­luð á rangan markhóp.

    Trúir því­ nokkur maður að fagurkeri eins og Kristinn Ó. myndi drekka Merrild frekar en vandaðra kaffi frá Kaffifélaginu eða Te og kaffi? Ætti ekki frekar að auglýsa starfsmann í­ einhverju mötuneyti sem augljóslega hefur ekki efni á slí­ku og velur því­ Merrild frekar en t.d. Gevalia eða Bragann?

  3. Ég á nú enn eftir að skilja hvernig þessi skilaboð um að vatnið í­ Spáni sé ekki jafn gott óg í­slenskt vatn á að fá mig til að kaupa danskt kaffi… Mér finnst þessi tenging svo langsótt.

  4. sí­ðan hvenær hafa auglýsingar gefið upp heiðarlega mynd af vörunni sem þær sýna.

    Tja .. nema auðvitað bankaauglýsingar.

  5. Þar sem ég er innanbúðarmaður í­ auglýsingaheiminum verð ég að deila með ykkur köldum sannleikanum. Ég náði tali af einum af sakborningum í­ málinu (gerendur auglýsingar) og fékk það staðfest að þessi auglýsingaherferð er ein sú best heppnaða undanfarin misserin. Salan á þessu drasli hefur rokið upp úr öllu valdi í­ kjölfar birtinga! Sad but true.

  6. This post was very well written, and it also contains many useful facts. I enjoyed your distinguished way of writing the post. You have made it very easy for me to understand.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *