Jólasveinninn sem týndist

Fyrir margt löngu, þegar ég var pjakkur í­ Melaskóla, var bekknum sett fyrir að vinna verkefni um jólasveinanna (teikna mynd, skrifa textabút eða hnoða saman ví­su).

Ég valdi Faldafeyki.

Rétt er að taka það fram að ég var ekki pervertí­skt barn eða heltekinn af hugmyndinni um að blása upp földum kvenmannspilsanna. Mér fannst hins vegar Faldafeykir grátt leikinn af Jóhannesi úr Kötlum.

Það er útbreiddur misskilningur að Jóhannes úr Kötlum hafi valið jólasveinana þrettán úr stórum hópi jólasveinanafna sem finna mátti í­ þjóðsögum. íður er Jóhannes settist niður við að semja jólasveinaví­sur sí­nar, var nokkur sátt orðin um það hverjir jólasveinarnir þrettán væru. Eitthvað var reyndar um að nöfnin væru mismunandi – sumir töluðu um Skyrgám aðrir um Skyrjarm o.s.frv.

Sá listi sem flestir munu hafa haldið sig við innihélt tólf af jólasveinum Jóhannesar… og Faldafeyki að auki.

Einhverra hluta vegna ákvað skáldið hins vegar að ritskoða listann og fjarlægja dónakarlinn Faldafeyki. Þess í­ stað skipti hann einum hinna upp í­ tvo sveinka. (Man ekki hvort það var Pönnusleikir/Pottaskefill eða Bjúgnakrækir/Kjötkrókur.) Eftir að þjóðin lærði ví­surnar um jólasveinana, varð ekki aftur snúið.

Þetta fannst mér alltaf ömurlega fúlt fyrir Faldafeyki. Á mí­num huga var hann alltaf Pete Best jólasveinanna – eða jafnvel Stephen Tin-tin Duffy (sem var ví­st í­ upprunalegu settinu hjá Duran Duran…)

Ég lét mig dreyma um að einhver snjall hagyrðingur myndi búa til ví­su um Faldafeyki, þannig að hann ætti séns á kommbakki sem fjórtándi jólasveinninn. Sú hugmynd hefur enn ekki fengið mikinn hljómgrunn og á lí­klega enn erfiðara updráttar nú í­ kreppunni. Sennilega eru meiri lí­kur á að jólasveinunum verði fækkað enn frekar. Ætli Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri ekki kröfu um jólasveina einn og átta, í­ staðinn fyrir þrettán – hvað þá fjórtán?

Join the Conversation

No comments

 1. íður er Jóhannes settist niður við að semja jólasveinaví­sur sí­nar, var nokkur sátt orðin um það hverjir jólasveinarnir þrettán væru, kvað Stefán. Gaman væri að heyra rök fyrir þessari fullyrðingu. Ég er nefnilega bókmenntafræðingur og minnist þess ekki að hafa séð þennan lista af öðrum landssvæðum eldri en bók Jóhanness, og hef staðið í­ þeirri meiningu að hann hafi tí­nt til þá sem í­ Dölunum voru um talaðir í­ verki sí­nu. Hitt er staðreynd að til eru margir tugir jólasveinanafna og tí­ðkuðust mismunandi eftir landshlutum. Sá skemmtilegasti var auðvitað Steingrí­mur af Ströndum og þótti sérstaklega táknrænn þegar sonur Hemma frá Syðri-Brekkum var þar mannlí­fsbroddur.

 2. Það þarf ekki nema að skoða dagblöð á timarit.is til að sjá að Stefán hefur rétt fyrir sér. Raunar kemur á óvart að skiptin taka allavega þrjá áratugi eftir að kvæði Jóhannesar kom út og Faldafeykir er jafnvel nefndur í­ upptalningum fram á ní­unda áratuginn. Hurðaskellir virðist ekki nefndur í­ blöðum áður en kvæðið er gefið út en hinir koma allir fram í­ upptalningum frá þriðja áratugnum (nema kannski kjötkrókur, ég skoðaði það ekki almennilega).

 3. Ekki treysti ég mér í­ debatt um jólasveina við sagnfróða. Eitt sögukorn samt:

  Vinkona mí­n ein er hagyrðingur afbragðsgóður. Hún hafði það fyrir sið árum saman að yrkja í­ jólakort sí­n jólasveinakvæði með því­ lagi að upphafsstafur hverrar lí­nu myndaði nafn jólasveins, og var þá miðað við Jóhannesarnöfnin. Innihaldið var jafnframt mannlýsing viðkomandi sveins. Þetta voru glæsileg kvæði. Þegar kom að Hurðaskelli rak hana hinsvegar í­ vörðurnar, enda vandfundið orð sem byrjar á „í“. Lausnin var glæsileg og diplómatí­sk í­ senn: Hún notaði nafn Faldafeykis, en innihaldið lýsti hinsvegar athæfi Hurðaskellis.

  Annars þykir mér alltaf vænst um hinn lí­tt þekkta jólasvein Pí­kuskræki.

 4. Að sönnu, svo maður haldi áfram að kí­ta um smámuni og sní­kjublogga, tókst mér ekki að finna nema einn stað á timarit.is eldri en bók Jóhanness þar sem röðin er tiltekin, þeas í­ Mogganum frá 24. des 1923. Er greinin undirrituð GB hver sem hann nú var en ekki kæmi mjer á óvart að sá hefði verið æskaður í­ Dölunum.

 5. Þetta er í­ það minnsta lí­ka í­ Lesbók Moggans 24.des. 1926. Sú grein er óundirrituð, en segist byggja mest á Jóni írnasyni, Ólafi Daví­ðssyni og K. Visted.

 6. Ég endurorti einu sinni jólasveinaví­sur Jóhannesar í­ haiku-stí­l en bætti við 14da jólasveininum. Læt ví­surnar fylgja með enda tel ég að sá jólasveinn sé rangt flokkaður…

  12122004
  Hann Stekkjastaur vill
  ærnar stirðfættur sjúga
  það gengur ei vel

  13122004
  Giljagaur í­ fjós
  með gráan hausinn sótti
  mjólkurfroðu stal

  14122004
  Stúfur hét stubbur
  sem pönnur gjarnan hirti
  og innúr þeim skóf

  15122004
  Þvörusleikir mjór
  frelsaði pottasleifar
  eldabuskum frá

  16122004
  Pottaskefill ber
  að dyrum og stelur pott
  – skefur hann hreinan

  17122004
  Haus Askasleikis
  undan rúmi ljótur skýst
  askana hreinsar

  18122004
  Hurðaskellir hátt
  lætur þegar fólkið vill
  fá sér dúr og hví­ld

  19122004
  Skyrgámur brýtur
  upp sáinn – í­ sig hámar
  rumurinn skyrið

  20122004
  Bjúgnakrækir snar
  rjáfrin klí­fur og krækir
  sér í­ bjúgað þar

  21122004
  Grályndur er hann
  Gluggagægir – hnupla kann
  því­ sem utan frá sést

  22122004
  Nefið Gáttaþefs
  laufabrauðslykt finnur æ
  langt upp á heiðar

  23122004
  Ketkrókur stingur
  stuttum stautnum niður stromp
  veiðir væna flí­s

  24122004
  Kertasní­kir kom
  tólgarkertin mörg að fá
  elti börnin glöð

  25122004
  Jólasveinn sanni
  var borinn jötunni í­
  syndir heimsins ber

 7. Það er kannski að bera í­ bakkafullan lækinn að ræða þetta frekar, en ég fór og fletti upp í­ Sögu jólanna eftir írna Björnsson. Þar kemur fram, sem ég hafði á tilfinningunni, að jólasveinanafnaruna Jóhanness úr Kötlum er ættuð úr Dölunum og í­ öðrum landshlutum tí­ðkaðist önnur röð. Það er svo ekki fyrr en með bók Jóhanness að kemst regla og miðstýring á hlutina og Dalarunan breiðist út um landið.

 8. Ef Jóhannes hefði verið hvatinn fyrir því­ að þessi listi kæmist á þá væri Hurðaskellir á þessum listum öllum í­ blöðunum en ekki Faldafeykir. Hurðaskellir virðist ekki sigra endanlega fyrr en á ní­unda áratugnum.

 9. sperm enhancer how to increase volume of ejaculate increase ejaculate volume is a low sperm count permanent low sperm count signs average sperm quantity more sperm ejaculation sperm zinc what is the normal amount of sperm low ejaculate production sperm production nutrition sperm count increase tablets how to increase ejaculation pressure enhance sperm production no seminal fluid sperm production food produce more sperm without pills how can you improve sperm count supplements to improve sperm count sperm count in older men

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *