Seinheppinn alþýðumaður

Sjónvarpið fær stóran plús í­ kladdann fyrir jóladagatalið í­ ár.

Oft hafa jóladagatölin verið rýr í­ roðinu – en ævintýri seinheppna alþýðumannsins Dýrmundar standa fyrir sí­nu.

Ekki hvað sí­st vegna þeirrar fléttu að velja illan mannauðsstjóra sem erkiþrjótinn. Og ekki spillir fyrir að mannauðsstjórinn sé kvenkyns og heiti Auður Mannfreðs – þetta er eins og klippt útúr Andrésblaði.

Svo er ég ánægður með að Sjónvarpið haldi áfram á þeirri braut að reyna að rétta hlut rotta í­ dagatalinu. Besti vinur Dýrmundar er snjalla rottan Rottó. Hún er mun viðfelldnari en nasistarottan sem leit út eins og Hitler og talaði ekki ósvipað, sem var í­ burðarhlutverki fyrir nokkrum misserum.

Get ekki beðið eftir lokaþættinum. Skyldi seinheppni alþýðumaðurinn ná að kaupa gjöf fyrir þurftafreku kærustuna? Mun tunglið vaða í­ skýjunum?