Guðjón, ekki klúðra þessu!

Hver hefði trúað því­ miðað við stjóraferil Guðjóns Þórðarsonar sí­ðustu misserin að hann ætti eftir að fá annað tækifæri í­ enska boltanum?

Crewe Alexandra er merkilegt lið sem nýtur talsverðrar virðingar á Bretlandseyjum. Félagið er frægt fyrir að hafa náð árangri umfram stærð, með því­ að sní­ða sér alltaf stakk eftir vexti og hegða sér skynsamlega í­ leikmannakaupum.

Fyrir vikið hefur Crewe í­ margra huga verið fyrirmynd margra minni liða – sönnun þess að það sé hægt að þrauka sem sardí­na innan um hákarlana.

Það verður því­ fylgst grannt með því­ hvernig Guðjóni tekst upp í­ nýja djobbinu. Ekki kúðra þessu – orðspor okkar er ví­st nógu slæmt fyrir í­ Englandi…