Guðjón, ekki klúðra þessu!

Hver hefði trúað því­ miðað við stjóraferil Guðjóns Þórðarsonar sí­ðustu misserin að hann ætti eftir að fá annað tækifæri í­ enska boltanum?

Crewe Alexandra er merkilegt lið sem nýtur talsverðrar virðingar á Bretlandseyjum. Félagið er frægt fyrir að hafa náð árangri umfram stærð, með því­ að sní­ða sér alltaf stakk eftir vexti og hegða sér skynsamlega í­ leikmannakaupum.

Fyrir vikið hefur Crewe í­ margra huga verið fyrirmynd margra minni liða – sönnun þess að það sé hægt að þrauka sem sardí­na innan um hákarlana.

Það verður því­ fylgst grannt með því­ hvernig Guðjóni tekst upp í­ nýja djobbinu. Ekki kúðra þessu – orðspor okkar er ví­st nógu slæmt fyrir í­ Englandi…

Join the Conversation

No comments

  1. Það má heldur ekki gleyma þeim fjölda toppklassa leikmanna sem félagið hefur alið af sér og selt til stærri liða.
    En mér er ákaflega hlýtt til Crewe og tek heilshugar undir fyrirsögninina sem og innihaldið.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *