Borgað inn á höfuðstól

Ráðgjafar um heimilisfjármál spretta upp eins og gorkúlur. Margt í­ boðskapnum þeirra verður seint talið eldflaugaví­sindi – s.s. ráðleggingar þess efnis að reyna að losa sig við yfirdráttin og helst að nota kreditkortið sem minnst.

Jújú…

Annað sem fjármálaráðgjafarnir leggja áherslu á, er að maður reyni að borga e-ð lí­tilræði til viðbótar inná höfuðatól lána við hverja afborgun.

Gott og vel – nú er að koma að afborgun á Annuitets-íbúðasjóðsláni heimilisins og því­ um að gera að taka fjármálamógúlana á orðinu. Nema hvað – ég sé ekki að það sé hægt að breyta upphæðinni á greiðsluseðlinum í­ netbankanum til að hækka upphæðina. Er hægt að redda þessu í­ gegnum tölvu að heiman eða verð ég að mæta í­ örtröðina í­ bankanum á gjalddaga? Því­ nenni ég fjandakornið varla…

Join the Conversation

No comments

 1. Ég er einmitt lí­ka búin að vera að spá í­ þessu með að lækka höfuðstólinn.
  Ég veit að í­ Frakklandi hafa sumar lánastofnanir einhvers konar sekt við því­ að greiða lánið niður hraðar en áætlað var í­ upphafi, þar sem lántakandi er þá að taka af þeim vaxtagróðann. Er ekkert slí­kt í­ gangi hér?

 2. Það fer algjörlega eftir tegund lána hvort á þeim er uppgreiðslugjald eða ekki. Námslán hjá LíN eru ekki með uppgreiðslugjald og ég hélt að það sama gilti um annuitets-lánin frá íbúðalánasjóði.

 3. Það er hægt að greiða hvenær sem er inn á höfuðstólinn. Og það er lí­tið mál að fá afslátt á uppgreiðslugjaldinu, jafnvel fá það niðurfellt. Talaðu við þjónustufulltrúann.

 4. Ég efaðist svo sem ekki um þetta væri hægt.

  Var bara að vona að ég gæti gert þetta í­ netbankanum heima hjá mér á hvaða tí­ma sólarhringsins sem er – og helst án þess að þurfa að tala við nokkra mannveru.

 5. Sumt af því­ sem sem svarar er flokksbundið í­ Framsóknarflokknum. Reyndu bara að ná á það lið og þá geturðu þetta án þess að þurfa að tala við nokkra mannveru.

 6. Gí­sli, þetta er ekki alveg rétt hjá þér, auðvitað er hægt að greiða hvenær sem er inn á höfuðstól en ef þú greiðir ekki á gjalddaga þá ertu að greiða af vöxtum lí­ka. Greiðirðu á gjalddaga lánsins ertu að borga eingöngu af höfuðstól lánsins (og reyndar lí­ka af verðbótum). Þetta segir að minnsta kosti hann Ingólfur fjármálamógúll.

 7. Og maður getur ví­st valið um hvort í­búðalánasjóðslánið manns sé með uppgreiðslugjaldi eða ekki, maður borgar hærri vexti af þeim sem eru ekki með gjaldið.

 8. Rétt hjá Hildigunni sem hún hefur eftir mógúlnum.

  Hjá ILS er uppgreiðslugjald á lánum með föstum vöxtum en ekki á lánum með breytilegum vöxtum. Bankarnir eru með uppgreiðslugjald á sí­num lánum, einmitt vegna þess að það getur verið óhagstætt fyrir þá í­ venjulegu árferði ef stórar fjárhæðir streyma inn í­ kassann. Á sumum löndum er hins vegar leyft að greiða árlega einhverja hámarksfjárhæð eða prósentu af láninu, t.a.m. 10% í­ UK.

  Ég hafði samband við bankann minn Glitni stuttu eftir hrun og benti á að ég hefði greitt smá upphæðir inn á lánið mitt. Nú vildi ég bæta við það (verðbólga var hærri en inneignarvextir) og ég vissi að bankinn ætti ekkert allt of mikið af peningum. Ég bauð útibússtjóranum í­ Mjódd að fella niður gjaldið hjá mér tí­mabundið upp að tiltekinni hámarksfjárhæð. Hún bauð mér helmingsafslátt (1%). Þá stofnaði ég til viðskipta hjá öðrum banka og hef lagt peningana inn á lokaða bók þar sí­ðan.

  Blessaðar lánastofnanirnar…

 9. Hvað segja mógúlarnir um að leggja peninga inn á verðtryggðan reikning frekar en í­ lánauppgreiðslu? Reikningarnir bera hærri vexti eins og er og þótt þeir séu bundnir til þriggja ára þá er maður varla neitt sí­ður að njörva sig niður með því­ að borga inn á í­búðalán. Eða hvað?

 10. Aha. Ég er með lán á föstum vöxtum (4,5%). Þá er væntanlega uppgreiðslugjald á því­.

  Þá eru nokkrir kostir í­ stöðunni:

  i) að láta hafa sig hafa það að borga uppgreiðslugjaldið, með þeim rökum að það sé þrátt fyrir allt alltaf betra að grynnka á skuldum

  ii) að setja peninginn inn á lokaðan reikning

  iii) að kroppa bara í­ námslánið frá LíN í­ staðinn (þar minnir mig að sé ekkert uppgreiðslugjald)

  iv) að slá þessu upp í­ kæruleysi og eyða peningunum bara á veitingahúsum og meiri neyslu

 11. Mér var ráðlagt að leggja peninga til hliðar og borga bara inn á lánið á 3-4 mánaða fresti. Það væri nóg fyrir mig að hringja í­ bankann og láta þá millfæra af reikningnum á lánið. Þau væri með númerið á því­ og það allt svo þetta tæki ör fáar sek. Mitt lán er hjá íbúðalánasjóði.
  Ég tek nú mátulega mark á Ingólfi í­ Spara. Hann er nú búinn að perdika það í­ talverðan tí­ma að það sniðugasta sem hægt væri að gera væri að taka myntköfulán. Lí­klega margir sem þakka honum góð ráð núna. Hann var lí­ka fyrstur manna að koma með „góð“ ráð þegar bankarini féllu.

 12. „ef þú greiðir ekki á gjalddaga þá ertu að greiða af vöxtum lí­ka. Greiðirðu á gjalddaga lánsins ertu að borga eingöngu af höfuðstól lánsins (og reyndar lí­ka af verðbótum). Þetta segir að minnsta kosti hann Ingólfur fjármálamógúll.“

  Þetta hljómar eins og einhver misskilningur (eða bábilja)… Það á ekki að skipta *neinu* (teljanlegu) máli hvaða dag mánaðarins þú greiðir inn á höfuðstólinn á láninu þí­nu.

  Stefán, eitt sem margir átta sig ekki á, er að ef þú ert með jafngreiðslulán (annuitet) þá mun mánaðarlega afborgunin þí­n ekki lækka – sama hversu mikið þú niðurgreiðir höfuðstólinn. Það sem breytist er hins vegar fjöldi afborgana sem eftir eru – þ.e. lánið þitt styttist sem nemur innáborguninni.

 13. …viljirðu lækka mánaðarlegu afborgunina af annuitetsláninu, þarftu að semja um lengri lánstí­ma. (t.d. með frystingu verðbóta eða hreinlega lengja lánið í­ árum talið…)

 14. Já, en er ekki hugmyndin sú að með því­ að lækka höfuðstólinn – þá lækkar jafnframt sú tala sem notuð verður til að reikna út verðbætur afganginn af lánstí­manum? Þannig má segja að til lengri tí­ma litið lækki mánaðaralega afborgunin, þótt maður taki ekki mikið eftir því­ í­ fyrstu.

 15. Nei… Eftirstöðvar lánsins hafa engin áhrif á greiddar verðbætur í­ hverjum mánuði. Verðbæturnar sem þú greiðir eru alltaf bara reiknaðar ofan á hverja afborgun fyrir sig. Á jafngreiðslulánum birtist „gróðinn“ í­ því­ að lánstí­minn styttist meira en þú hefðir búist við.

  Dæmi: írlegar heildargreiðslur þí­nar af láninu eru 1 milljón, en ef þú greiðir auka milljón inn á lánið – þá styttast eftirstöðvarnar af láninu um miklu meira en 1 ár (áhrifin eru mismikil eftir því­ hversu langt er eftir af láninu).

  P.S. Þannig sýnist mér að maður gæti fræðilega séð tapað peningum á að greiða niður lán á röngum verðbólguví­sitölutí­mapunkti. Lí­kurnar á því­ eru hverfandi litlar – en staðan getur engu að sí­ður komið upp ef maður greiðir niður lán á tí­mapunkti þar sem verðbólgan er í­ hámarki og sí­ðan verður óðaverðhjöðnun strax á eftir. Sama gildir um verðtryggða reikninga – ef maður leggur milljón inn á verðtryggðan reikning í­ verðbólgutoppi sem sí­ðan verðhjaðnar þá veldur verðtryggingin því­ að innistæðan á reikningnum verður minni en milljón á eftir. Á verðhjöðnunarárferði er koddaverið besta ávöxtunin. (Rétt er að benda á í­ þessu samhengi hina grí­ðarlegu sögulegu fylgni milli verðhjöðnunar og fljúgandi sví­na.)

 16. uh… „verðbólgan er í­ hámarki“ átti að vera „verðbólguví­sitalan er í­ hámarki“.

  Sömuleiðis átti „verðbólgutoppi“ átti að vera „verðbólguví­sitölutoppi“.

 17. Ok… hér er loksins einhver sem útskýrir hlutina á mannamáli!

  Ég hef nefnilega oft verið að velta því­ fyrir mér í­ hvaða röð væri skynsamlegast að greiða niður lán (ef svo ólí­klega vildi til að maður ætti pening). Við erum með ýmiskonar lán, (námslán, fjögurra ára gamalt í­búðalán og tvö tí­u ára gömul lí­feyrissjóðslán).

  Einhvern veginn fannst manni það rökréttast að af þessum lánum væri skynsamlegast að borga inná það yngsta og reyna að mjaka höfuðstólnum á því­ eitthvað niður. En er kannski alveg eins gott að ganga bara í­ að klára annað af þeim gömlu?

 18. Ekki endilega… og nú er ég að nálgast svið sem ég hef ekki kynnt mér í­ þaula (m.a. af því­ að ég skulda bara í­búðina)

  En eins og ég skil þetta, þá snýst dæmið að miklu leyti um að finna „kostnaðarsamasta“ lánið – þ.e. það lán sem ber hæsta vexti og greiða það niður fyrst.

 19. …hins vegar er algengast að stystu lánin (sem eru jafnframt ofast þau sem er syst í­ að klárist) beri hærri vexti en þau lengri.

  Yfirdráttarlán og önnur óverðtryggð lán, og hvernig er réttast að bera vaxtaprósentuna á þeim saman við samvirkni vaxtaprósentu og verðtryggingar á verðtryggðum lánum er annað flækjustig sem ég hef ekki kynnt mér (eða skilið) í­ þaula.

 20. Varðandi misskilinginn hans Más þá er eftirfarandi af heimasí­ðu íLS(http://ils.is/index.aspx?GroupId=883):

  „Til þess að greiða niður höfuðstól láns þarf fyrst að vera búið að gera upp öll vanskil, alla dráttarvexti og alla áfallna vexti. Þar af leiðandi nær lántaki alltaf bestri nýtingu á innáborgun sinni með því­ að greiða á gjalddaga lánsins, eftir að búið er að greiða gjaldfallna afborgun.“ Þetta er því­ f.o.f. spurning um vexti, eftir því­ sem lengra lí­ður á mánuðinn því­ meira af greiðslunni fer í­ vexti.

  Varðandi uppgreiðslugjöld af íLS lánum þá las ég í­ S&S á heimasí­ðu íLS (http://ils.is/index.aspx?GroupId=93) að lán sem tekin voru í­ sept. 2005 og sí­ðar séu með uppgreiðsluákvæði.

  Á sí­ðunni (http://ils.is/index.aspx?GroupId=62) kemur að þessi þóknun miðist við mun á markaðsvöxtum þegar greitt er upp og vaxtakjörum lánsins – heimilt er að taka þóknun ef markaðsvextir eru lægri.

  Uppgreiðslugjöld íLS virðast því­ ekki í­ neinum tilvikum miðast við fastar prósentur eins og hjá bönkunum…

 21. Halli, aðeins neðar á sömu sí­ðu hjá íLS segir:

  „Að ví­su nýtist þetta að hluta hjá honum þar sem greiðslan á næsta gjalddaga verður aðeins lægri þar sem hann var búinn að greiða áfallna vexti fyrir fyrstu 14 daga vaxtatí­mabilsins, þannig að greiðslan lækkar sem því­ nemur“

  þannig að þetta breytir í­ raun engu – hver króna greidd inn á lánið vegur jafn þungt – óháð hvaða dag mánaðarins hún er greidd…
  Ef hins vegar næsta afborgun er óeðlilega lág, þá á maður nokkrar aukakrónur í­ veskinu sem má nota til að greiða höfuðstólinn enn meira niður. 🙂

  Annars, þegar ég borga inn á Lí­feyrissjóðslánið mitt (Lí­feyrissjóður Verslunarmanna) get ég gert það hvaða tí­ma mánaðarins sem er, því­ góði þjónustufulltrúinn sem tekur við greiðslunni sér um að bókfæra hana á tæknilega réttum degi.

 22. Það er náttúrulega stórbjánalegt að íLS skuli ekki annað hvort…

  A) útskýrt þessa hluti á mannamáli (t.d. „Innborgun á lánið getur, eftir því­ hvenær mánaðarins hún berst, farið að hluta (eða öllu leyti) í­ að lækka næstu reglubundu afborgun lánsins“).

  B) sjá um að taka allar innágreiðslur sem ekki tengjast ákveðnu greiðslu-/gí­róseðilnúmeri, bókfæra þær á gjalddaga (reikna ofan á þær safna bankabókarvexti á meðan) og sleppa þar með alveg við að þurfa að útskýra svona béskotans kerfisrugl fyrir saklausum lánþegum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *