Borgað inn á höfuðstól

Ráðgjafar um heimilisfjármál spretta upp eins og gorkúlur. Margt í­ boðskapnum þeirra verður seint talið eldflaugaví­sindi – s.s. ráðleggingar þess efnis að reyna að losa sig við yfirdráttin og helst að nota kreditkortið sem minnst.

Jújú…

Annað sem fjármálaráðgjafarnir leggja áherslu á, er að maður reyni að borga e-ð lí­tilræði til viðbótar inná höfuðatól lána við hverja afborgun.

Gott og vel – nú er að koma að afborgun á Annuitets-íbúðasjóðsláni heimilisins og því­ um að gera að taka fjármálamógúlana á orðinu. Nema hvað – ég sé ekki að það sé hægt að breyta upphæðinni á greiðsluseðlinum í­ netbankanum til að hækka upphæðina. Er hægt að redda þessu í­ gegnum tölvu að heiman eða verð ég að mæta í­ örtröðina í­ bankanum á gjalddaga? Því­ nenni ég fjandakornið varla…