Fjölnota bombur

Aðalauglýsingatrixið í­ flugeldasölubransanum í­ ár er ví­st sprengiterta með skopmyndum af útrásarví­kingum. Fólk er þannig hvatt til að tjá andúð sí­na (reikna ég með) á þessum kónum með því­ að puðra þeim upp.

Þetta er kúnstugt ef haft er í­ huga upphaf þess að byrjað var að setja skopmyndir af stjórnmálamönnum á rakettur. Þá voru myndir eftir Sigmund af ráðherrum rí­kisstjórnarinnar settar á flugelda. Sí­ðar urðu þetta forystumenn stjórnmálaflokkanna – jafnt stjórnarliða sem stjórnarandstæðinga.

Sá var þó munurinn að á þeim árum voru menn hvattir til að skjóta upp „sí­num manni“. Framsóknarmenn áttu að kaupa Steingrí­m Hermannsson, Sjálfstæðismenn Albert.

Núna virðast tí­volí­bombur hins vegar hafa öðlast fjölþættara menningarlegt hlutverk. Þær má nota mönnum bæði til lofs og lasts. Skrí­tið.

# # # # # # # # # # # # #

Rétt í­ þessu var ég að klára að lesa skáldsögu í­ striklotu. Og það helv.flotta bók.

Meira um það á nýju ári.