…hvaða lógík getur verið í því að tappa vatni á flöskur í Vestmannaeyjum og selja úr landi?
Á ljósi þess að vatninu er dælt frá fastalandinu til Eyja, þá getur þetta varla verið hagkvæmt? Af hverju ekki að tappa þessu í það minnsta á flöskurnar uppá landi?
… og stýra verksmiðjunni í gegnum tölvur frá Eyjum.
Ertu nú farinn að gagnrýna byggðasósíalismann? Eru þetta ekki einhverjir athafnamenn í Eyjum sem vilja skapa störf, flytja vatn yfir og síðan út.
Eða á hreinn og klár kapítalismi að ráða staðsetningu atvinnutækjanna?
Kannski einhver nenni að útskýra fyrir mér hvernig byggð komst á þarna til að byrja með?
Blasir ekki við að þetta hafi byrjað sem fanganýlenda?
Vatnið er kannski selt með premíu fyrir það að vera volgsíað í gegnum nýrunnið hraun. “Believed to be surprisingly effective against the heartbreak of psoriasis†og allt það. Vitlausari hlutir seljast.
það er aldrei lógískt að tappa vatni á flöskur og flytja milli landa – ef það væri raunveruleg eftirspurn utan úr heimi eftir íslensku vatni gefur auga leið að flöskur eða önnur smáílát eru ekki hagkvæm eining til flutninga í miklu magni.
Flestir stærstu drykkjarvöruframleiðendur forðast það í lengstu lög að flytja vökva langar vegalengdir, heldur láta tappa vatni á íblöndunarefni sem næst neyslustaðnum. Ölgerðin og Vífilfell eru dæmi um stór sódastrímtæki sem stofnsett hafa verið allan heim, frekar en að flytja vökvann á milli.
Bisnessmódelið hans Jóns Ólafssonar gengur enda út á það að auglýsingastofunni hans takist að selja fólki í hæstu tekjuhópum þá hugmynd að þeir verði „kúl“ ef þeir kaupi hans vatn á yfirverði, frekar en að kaupa vatnið sem venjulega fólkið kaupir á flöskum. Sem er í rauninni mjög góð hugmynd, ef hann nær að púlla það. En ég hugsa að það sé ekki bisness sem Stefán og félagar á róttæka vinstri vængnum telji mjög lógískan. 😉
Það að flytja vatn á milli landa á flöskum er líka versti umhverfissóðaskapur. Hreinleiki Íslenska vatnsins vegur ekki upp á móti öllum koltvísýringnum sem er blásið út við þetta brölt.
koltvísýringur er ekkert svo slæmur. Síðan er hægt að notast við skipaferðirnar fram og til baka, það er flytja til landsins bíla, plast og skjái þegar góðærið dúndrast aftur yfir okkur 2011.
Er ekki lógíkin að hafa átöppunarverksmiðjuna nálægt góðri höfn? Þetta er eins og með olíuna, henni er dælt um pípur að næstu höfn og svo siglt með hana til neytenda.
Það munar í sjálfu sér ekki öllu hvort vatnsleiðslan er einn kílómetri eða 20, það er miklu meiri kostnaður ef menn þyrftu síðan að keyra vatnið í útskipun á Þorlákshöfn eða þaðan af lengra.