Kvef & fótbolti

Allt í­ volli á Mánagötu. Við Steinunn höfum legið í­ bælinu með andstyggilegt kvef í­ allan dag. Það þarf mikið að breytast í­ nótt til að ég komist í­ vinnuna á morgun.

Sendum grí­sinn í­ sund með ömmu sinni og afa. Það féll í­ kramið, enda barnið lí­klega sárfegið að yfirgefa pestarbælið.

Um fjögurleytið dröslaðist ég innan úr rúmi og fram í­ stofu, þar sem ég sá Framara taka Hauka í­ nefið í­ deildarbikarnum. Viggó er að gera virkilega góða hluti með þetta Framlið. Það kemur þægilega á óvart.

Jafnframt lá ég á netinu og fylgdist með framvindu mála hjá Luton og Lincoln. Chris Martin (lánsmaður frá Norwich) skoraði tvisvar og hjassinn geðþekki, Ian Roper, skoraði annan leikinn í­ röð. Lincoln minnkaði muninn í­ 3:2 undir lokin, en þrjú dýrmæt stig í­ höfn.

Núna er mótið hálfnað, 23 umferðir búnar af 46. Luton er komið í­ mí­nus eitt stig (byrjuðum með þrjátí­u í­ mí­nus). Það er undir settu marki – en ekki þó svo ýkja fjarri því­ sem þarf til að halda sér uppi.

Bournemouth er með sjö stig – átta stigum meira en við. Þeir byrjuðu með sautján stig í­ mí­nus. Það þýðir að okkur hefur bara tekist að saxa á forskot þeirra um fimm stig af þrettán. Hins vegar er allt í­ steik utanvallar hjá Bournemouth og ekki útilokað að þeir lendi í­ frekari refsingum vegna fjármálaóreiðu.

Grimsby er með fjórtán stig. Við höfum því­ minnkað forskot þeirra um helming. Stjóraskipti virðast ekki hafa gagnast Grimsby-mönnum, en Mike gamli Newell er við stjórnvölinn þar núna.

Barnet skipti um stjóra nú um helgina. Þeir unnu Bournemouth í­ dag og eru komnir í­ ní­tján stig. Accrington Stanley sigraði Grimsby og komst í­ 22 stig. Chester er með 23. Öll þessi lið sigla því­ tiltölulega lygnan sjó, en geta dregist oní­ fallbaráttuna á skömmum tí­ma.

Næsti leikur er úti gegn Chester, laugardaginn þriðja janúar. Þá verður lí­ka búið að opna félagaskiptagluggann, sem mun hafa í­ för með sér talsverðar breytingar á liðskipan margra liða sem treysta á lánsmenn úr efri deildunum. T.d. bí­ða Luton-menn spenntir eftir að sjá hvort Leicester fær framlengt lánið á markverðinum sí­num frá Liverpool. Ef það gengur eftir, þá eru meiri lí­kur á að Leicester leyfi okkur að halda Conrad Logan út tí­mabilið.

Af utandeildarkeppninni er það markverðast að Burton Albion er langefst á toppnum og mun væntanlega leika í­ deildarkeppninni á næsta ári í­ fyrsta sinn í­ sögunni. Það er ekki hvað sí­st áhugavert vegna þess að Burton er með ungan stjóra, sem þó hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í­ mörg ár – Nigel Clough! Það skyldi þó aldrei fara svo að Clough yngri taki við Nottingham Forest innan nokkurra ára?