Tilvitnun – gáta

Eftirfarandi tilvitnun í­ kunnan fagurkera er frá árinu 1974. Hver er maðurinn og hverju mótmælti hann svo kröftuglega?

Þetta dæmalausa plagg Iýsir betur en flest annað þeim yfirgangi smekkleysunnar, sem í­slensk börn eru beitt, hvort heldur er með slí­kri furðusendingu eða með forheimskuðum skrí­pamyndum sjónvarpsins í­ barnatí­mum, eða þeim bí­ómyndum, sem kallaðar  eru  barnasýningar.
Aðilar þeir, sem að slí­ku standa, virðast hafa það sameiginlega álit á börnum, að afkáraskapurinn sé þeim helst til skemmtunar, flatneskjan best til skilnings og listrænt menningarleysi þeim öruggast til uppdráttar.

Börn kunna að meta góða teikningu, þau eru býsna glögg á það, sem er vandað og fallega gert. Því­ er það grætilegt, að opinberir aðilar skuli finna sig knúða til að senda þeim slí­ka andlega sjálfsmynd sí­na og það að sýnist í­ algjöru tilgangsleysi.
… Það vill til, að mörg hafa lagt þennan undarlega jólaglaðning til hliðar með hreinu ógeði.

Join the Conversation

No comments

  1. Ekki man ég hvaða menningarpáfi þetta var, væntanlega myndlistarmaður með dálæti á góðu handverki. Bragi ísgeirsson kæmi til greina, en stí­lbrögðin benda nú ekki til þess. Hitt held ég sé rétt munað, að það hafi verið heimsent jóladagatal RÚV, sem þessum ónotum var hreytt í­. Ég er ekki viss, en mig minnir að það hafi verið myndskreyting Rósu Ingólfsdóttur, sem þótti bara svona og svona.

  2. Hah! Helví­ti ertu góður. Þetta var einmitt fyrsta jóladagatal Sjónvarpsins – sent öllum börnum í­ samvinnu við Umferðarráð fyrir jólin 1973.

    Aukaví­sbending: deilt var um hvort gagnrýni þessa manns hafi kostað hann vinnuna eða hvort uppsögn hans hafi verið skammarræðunni um jóladagatalið óviðkomandi.

  3. Hmm…. þetta er kannski ekki að koma?

    Svarið er í­ það minnsta: Björn Th. Björnsson. Hann tók jólasveinamyndirnar úr jóladagatalinu fyrir í­ þætti hjá sér og var skömmu sí­ðar settur á í­s af útvarpsráði.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *