Formannsefni

Sigmundur Daví­ð Gunnlaugsson gefur kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins. Það eru óvæntar fréttir.

Við Sigmundur erum samstúdentar. Ekki get ég nú sagt að við þekkjumst ýkjamikið, en eigum þó allnokkra sameiginlega vini og kunningja. Sigmundur lagði sig lí­ka talsvert eftir ræðumennsku þegar ég var hvað mest að vafstrast í­ slí­ku. Á þeim árum voru tvennar einstaklingsræðukeppnir í­ MR, auk keppni milli bekkjardeilda. Á einni slí­kri fór Sigmundur með sigur af hólmi og fékk að mig minnir bikar og fí­nan titil – gott ef ég þurfti ekki að sætta mig við annað sætið og var hundfúll.

Ég held að það sé samdóma álit fólks að Sigmundur sé hinn mesti ljúflingur og prýðisvel gefinn. En hann hefur ekkert í­ það að gera að verða formaður í­ stjórnmálaflokki. Til þess skortir hann alla reynslu.

Hugmyndin er álí­ka fráleit og ef einhverjum dytti í­ hug að dubba mig upp sem formann VG næsta haust.

(Með þessu er ég þó alls ekki að segja að mótframbjóðendur Sigmundar séu félegri kandí­datar…)

Join the Conversation

No comments

 1. Hvað segirðu Stefán væri ekki ágætt að fá þig inn í­ formanninn. Okkar vantar góðan slag og lí­ka fí­nt að gera drastí­skar útlitsbreytingar. Reynslan sýnir að fólk kýs menn með svartar krullur umfram rauða skalla

 2. Til að mögulegt sé að skipta um blóð í­ þessum flokkum, hverjir sem þeir eru, verður að gefa nýju fólki tækifæri. Reynsluleysi lætur sem fagur fuglasöngur í­ mí­num eyrum í­ dag en pólití­sk reynsla sem siðspilling. Við þurfum skynsamt fólk sem getur tekið skynsamlegar ákvarðanir fyrir þjóðina. Vel menntað fólk sem kann að setja markmið og vinna að þeim. Það skiptir mig engu máli í­ hvaða flokki gott fólk starfar svo lengi sem það er heiðarlegt. Því­ fleiri flokkar með góðu fólki, því­ meiri möguleikar á að koma því­ á þing. Ég hef trú á þessum manni. Hef hlustað á hann oft í­ sjónvarpi og útvarpi. Þá hugsaði ég, það er svona fólk sem við þurfum á þing og í­ stjórnunarstöður hjá rí­kinu því­ við eigum nóg af kláru fólki. Ég held að ég gæti hugsað mér að kjósa hann jafnvel þótt hann biði sig fram í­ Sjálfstæðisflokknum.
  Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir skemmtilegt blogg í­ gegnum tí­ðina
  Kristí­n

 3. Reynsluleysi getur aldrei verið kostur í­ stjórnmálum, hvað þá að hún geti talist dyggð.

  En það er ekki þar með sagt að menn þurfi að vinna í­ stjórnmálaflokki í­ áraraðir til að öðlast reynslu. Ætli menn undirbúi sig ekki best fyrir störf í­ stjórnmálum með því­ að vinna í­ félagsmálum, stýra t.d. hagsmunasamtökum, fagfélögum, koma að rekstri sveitarfélaga eða hafa staðið í­ sjálfstæðum atvinnurekstri og farið þar með mannaforráð.

  Ég er ekkert að gera lí­tið úr Sigmundi, sem ég kann ágætlega við. En það veldur því­ enginn að koma nýr inn í­ stjórnmál og stjórnmálahreyfingu og ætla sér það hlutverk að gerast flokksformaður. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu að maður í­ slí­kri stöðu þekkir ekki einu sinni fólkið sem hann ætlar þó að leiða og vinna með. Það eru mörg dæmi um að slí­kt hafi endað illa í­ félagsmálum.

 4. Ég held að það sé lí­ka bara spurning um að þekkja fólkið í­ flokknum. Það er voðalega erfitt að vera fulltrúi fólks sem maður þekkir ekki neitt. En það breytir því­ ekki að Sigmundur er frambærilegasti kandí­datinn.

 5. „Reynsluleysi getur aldrei verið kostur í­ stjórnmálum, hvað þá að hún geti talist dyggð“. Þessi setning á sennilega allstaðar í­ heiminum vel við, nema á Íslandi. Hér á landi hljómar hún því­ miður sem brandari! Þessir í­slensku pólití­kusar með reynslu vekja hjá mér velgju. Ég held lí­ka að svo megi segja um marga aðra kjósendur, því­ fólk hefur upp til hópa misst trú á stjórnmálamönnum, amk þeim sem hafa stjórnað hér á landi undanfarin ár.

  Við höfum hér ljóslifandi dæmi reynslumikla menn sem hafa hvolft öllu við. Frægir hagfræðingar benda á að handahafsval úr sí­maskránni hefði fætt af sér betri hagstjórn. Hví­ ætti að vera erfiðara fyrir hæfan mann að taka við flokksformennsku í­ stjórnmálaflokki og byggja hann upp en t.d. fyrir vel menntaðan mann að taka við formennsku í­ stóru fyrirtæki. Til eru dæmi um að slí­kt hafi endað vel. Menn sem eru hæfir til slí­kra hluta, setja sig inn í­ málin, ganga á milli manna, kynna sig og hlusta á skoðanir starfsfólksins og finna leiðir til úrbóta, marka stefnu í­ samvinnu við undirmenn sí­na og skila svo vonandi árangri. Það að auki er þessi flokkur svo að segja ónýtur svo ekki yrði hér á ferðinni nokkur skaði hvernig svo sem flokksforustunni yrði háttað. Þessi flokkur er dauður og getur ekki drepist neitt frekar. Ég vona samt að Sigmundur muni láta gott af sér leiða í­ framtí­ðinni alveg burt séð frá því­ í­ hvaða flokki hann verður.

 6. Æh, það var reyndar alveg sanngjarnt.

  Við vorum þarna einhverjir guttar sem höfðum verið í­ ræðuliðinu í­ Morfí­s og töldum það sjálfgefið mál að vinna út á einhverja stæla og fí­flalæti.

  Sigmundur tók hins vegar keppnina alvarlega, undirbjó sig og var ekki skilaði sí­nu. Mig minnir að þetta hafi verið keppnin Orator Scholae (vibbalega tilgerðarlegt…) en hin keppnin var Orator minor – sem var minni titill, en þó í­ meiri metum hjá ræðustrákum (það voru eiginlega engar stelpur í­ þessu) því­ að úrslitin í­ henni héngu saman við árshátí­ðina.

  Eitthvað segir mér að báðar keppnirnar séu dauðar og grafnar í­ MR í­ dag.

 7. Kristí­n:

  Ég held að samanburður þinn á stjórnmálaflokki eða félagasamtökum við fyrirtæki sé meingallaður.

  Pólití­skar hreyfingar eru ekki fyrirtæki og ég held að það sé afar hættulegt að lí­ta á þau sem slí­k. Held reyndar að sá hugsunarháttur að það sem virki í­ bissneslí­finu sé sniðugt í­ félagsmálum hafi valdið miklu tjóni á sí­ðustu árum.

  En svo að við tökum Framsóknarflokkinn sérstaklega sem dæmi, þá hafa þeir áður gripið til þess ráðs að sækja pólití­skt reynslulausan mann til forystu – með nokkurn vegin sömu rökum og nú eru notuð fyrir framboði Sigmundar. Það var minn gamli vinur úr sagnfræðinni, Björn Ingi Hrafnsson.

  Bingi brenndi sig svo sannarlega á því­ að komast hratt til metorða þrátt fyrir að vera pólití­skur nýgræðingur. Ég er ekki í­ vafa um að pólití­skur ferill hans hefði orðið með talsvert öðrum (og langlí­fari) hætti ef hann hefði ekki farið sér svona geyst í­ byrjun.

  Sigmundar vegna vona ég eiginlega að hann hafi ekki erindi sem erfiði í­ formannsframboðinu. Ef það blundar í­ honum pólití­kus er hins vegar sjálfsagt að hann spreyti sig og reyni að komast á þing næst. – Framsóknarflokkinn má hins vegar éta það sem úti frýs mí­n vegna.

 8. Tjammm… sennilega má finna ýmis dæmi héðan og þaðan sem sanna hitt og þetta og hið gagnstæða. Reynsla er oftast af hinu góða og reynsluleysi og viss æskudýrkun átti lí­ka sinn þátt í­ þessu efnahagshruni sem var svona lystilega vel stjórnað og skipulögð af reynsluboltunum í­ stjórnmálum. Það virðist bara hafa verið (og er) svo mikil spilling hérna, að sú staðreynd að einhver hafi ekki komið nálægt pólití­k verður gæðastimpill. Það er heldur ekki að ósekju að maður er farinn að hugsa þannig.

  Bingi fuðraði upp í­ greddunni miklu! Vonandi mun Sigmundur draga lærdóm af þeirri klámmynd.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *