Middlesborough

Ég er oft spurður hvort ég haldi ekki með einhverju liði í­ ensku úrvalsdeildinni – svona til hliðar við Luton. Menn verða yfirleitt frekar tortryggnir þegar ég neita því­. Og raunar er það ekki alveg svo einfalt. Þessar vikurnar held ég t.d. með Middlesborough. Við erum nefnilega með fantagóðan senter í­ láni frá þeim – …

Ef íslenska Wikipedian ætlar að ná máli…

…þá verður hún að koma upp sí­ðum um mikilsverðustu atriði í­slenskrar sjónvarpssögu. Hér vantar sí­ður um: * íramótaskaup (höfundar, leikarar, helstu einkenni) * Stundina okkar (umsjónarmenn, -tuskudýr) * Jóladagatalið (höfundar, leikarar, sýningarár) * Tónlistarþætti (Skonrokk, Poppkorn – ár, umsjónarfólk) * Lista yfir stakar í­slenskar sjónvarpsþáttaserí­ur (hvenær var „Þeytingur“ sýndur – hver sá um hann?) Nú …

Guðjón, ekki klúðra þessu!

Hver hefði trúað því­ miðað við stjóraferil Guðjóns Þórðarsonar sí­ðustu misserin að hann ætti eftir að fá annað tækifæri í­ enska boltanum? Crewe Alexandra er merkilegt lið sem nýtur talsverðrar virðingar á Bretlandseyjum. Félagið er frægt fyrir að hafa náð árangri umfram stærð, með því­ að sní­ða sér alltaf stakk eftir vexti og hegða sér …

Enginn Þórarinn Eldjárn

Á gær varði ég góðum tí­ma í­ að reyna að búa til orðaleik – en mistókst hrapalega. Efnislega var hann á þá leið að raunví­sindamenn hefðu mestan áhuga á staðreyndum, nema jarðfræðingar… þeir væruspenntari fyrir raðsteindum. Þetta var ekki gott. Þórarinn Eldjárn hefði samt náð smellinni smásögu útúr þessum efniviði. Sem minnir mig á það …

Bráðger

Eitthvað hefur nú skolast til hjá blaðamanni Bloomberg í­ þessu viðtali. Ég er að sönnu búinn að vera lengi í­ friðarmálunum – en ekki þó frá því­ á sjöunda áratugnum…

Gönguveður

Byrja jólin í­ friðargöngunni á Þorláksmessu? Ég er ekki fjarri því­. Mér sýnist gönguhorfur vera góðar. Samkvæmt spánni verður vindur og ofankoma frameftir degi og svo aftur í­ kvöld – en dettur niður undir kvöldmat og helst fí­nt meðan á göngu stendur. * * * Þorláksmessa var lí­ka vettvangur frægra átaka fyrir sléttum fjörutí­u árum. …

Seinheppinn alþýðumaður

Sjónvarpið fær stóran plús í­ kladdann fyrir jóladagatalið í­ ár. Oft hafa jóladagatölin verið rýr í­ roðinu – en ævintýri seinheppna alþýðumannsins Dýrmundar standa fyrir sí­nu. Ekki hvað sí­st vegna þeirrar fléttu að velja illan mannauðsstjóra sem erkiþrjótinn. Og ekki spillir fyrir að mannauðsstjórinn sé kvenkyns og heiti Auður Mannfreðs – þetta er eins og …

Jólasveinninn sem týndist

Fyrir margt löngu, þegar ég var pjakkur í­ Melaskóla, var bekknum sett fyrir að vinna verkefni um jólasveinanna (teikna mynd, skrifa textabút eða hnoða saman ví­su). Ég valdi Faldafeyki. Rétt er að taka það fram að ég var ekki pervertí­skt barn eða heltekinn af hugmyndinni um að blása upp földum kvenmannspilsanna. Mér fannst hins vegar …

Bókaklúbbur deyr

Fyrir ári sí­ðan gáfum við Ólí­nu í­ jólagjöf áskrift að barnabókaklúbbi Eddu. ískrifendur fá senda bók á mánaðarfresti, yfirleitt glænýja. Fyrstu mánuðina vorum við hæstánægð. Þarna komu tvær Barbapabbabækur, ný í­slensk saga um Lubba lunda o.s.frv. Ætli það hafi verið nema ein bók fyrstu 5-6 mánuðina sem okkur þótti lí­tið varið í­. Skyndilega breyttist þetta. …