Ég er oft spurður hvort ég haldi ekki með einhverju liði í ensku úrvalsdeildinni – svona til hliðar við Luton. Menn verða yfirleitt frekar tortryggnir þegar ég neita því. Og raunar er það ekki alveg svo einfalt. Þessar vikurnar held ég t.d. með Middlesborough. Við erum nefnilega með fantagóðan senter í láni frá þeim – …
Monthly Archives: desember 2008
Ef íslenska Wikipedian ætlar að ná máli…
…þá verður hún að koma upp síðum um mikilsverðustu atriði íslenskrar sjónvarpssögu. Hér vantar síður um: * íramótaskaup (höfundar, leikarar, helstu einkenni) * Stundina okkar (umsjónarmenn, -tuskudýr) * Jóladagatalið (höfundar, leikarar, sýningarár) * Tónlistarþætti (Skonrokk, Poppkorn – ár, umsjónarfólk) * Lista yfir stakar íslenskar sjónvarpsþáttaseríur (hvenær var „Þeytingur“ sýndur – hver sá um hann?) Nú …
Skugga-Jólasveinn
Pistillinn minn á Smugunni fjallar um jólasveina. Jájá.
Guðjón, ekki klúðra þessu!
Hver hefði trúað því miðað við stjóraferil Guðjóns Þórðarsonar síðustu misserin að hann ætti eftir að fá annað tækifæri í enska boltanum? Crewe Alexandra er merkilegt lið sem nýtur talsverðrar virðingar á Bretlandseyjum. Félagið er frægt fyrir að hafa náð árangri umfram stærð, með því að sníða sér alltaf stakk eftir vexti og hegða sér …
Enginn Þórarinn Eldjárn
Á gær varði ég góðum tíma í að reyna að búa til orðaleik – en mistókst hrapalega. Efnislega var hann á þá leið að raunvísindamenn hefðu mestan áhuga á staðreyndum, nema jarðfræðingar… þeir væruspenntari fyrir raðsteindum. Þetta var ekki gott. Þórarinn Eldjárn hefði samt náð smellinni smásögu útúr þessum efniviði. Sem minnir mig á það …
Bráðger
Eitthvað hefur nú skolast til hjá blaðamanni Bloomberg í þessu viðtali. Ég er að sönnu búinn að vera lengi í friðarmálunum – en ekki þó frá því á sjöunda áratugnum…
Gönguveður
Byrja jólin í friðargöngunni á Þorláksmessu? Ég er ekki fjarri því. Mér sýnist gönguhorfur vera góðar. Samkvæmt spánni verður vindur og ofankoma frameftir degi og svo aftur í kvöld – en dettur niður undir kvöldmat og helst fínt meðan á göngu stendur. * * * Þorláksmessa var líka vettvangur frægra átaka fyrir sléttum fjörutíu árum. …
Seinheppinn alþýðumaður
Sjónvarpið fær stóran plús í kladdann fyrir jóladagatalið í ár. Oft hafa jóladagatölin verið rýr í roðinu – en ævintýri seinheppna alþýðumannsins Dýrmundar standa fyrir sínu. Ekki hvað síst vegna þeirrar fléttu að velja illan mannauðsstjóra sem erkiþrjótinn. Og ekki spillir fyrir að mannauðsstjórinn sé kvenkyns og heiti Auður Mannfreðs – þetta er eins og …
Jólasveinninn sem týndist
Fyrir margt löngu, þegar ég var pjakkur í Melaskóla, var bekknum sett fyrir að vinna verkefni um jólasveinanna (teikna mynd, skrifa textabút eða hnoða saman vísu). Ég valdi Faldafeyki. Rétt er að taka það fram að ég var ekki pervertískt barn eða heltekinn af hugmyndinni um að blása upp földum kvenmannspilsanna. Mér fannst hins vegar …
Bókaklúbbur deyr
Fyrir ári síðan gáfum við Ólínu í jólagjöf áskrift að barnabókaklúbbi Eddu. ískrifendur fá senda bók á mánaðarfresti, yfirleitt glænýja. Fyrstu mánuðina vorum við hæstánægð. Þarna komu tvær Barbapabbabækur, ný íslensk saga um Lubba lunda o.s.frv. Ætli það hafi verið nema ein bók fyrstu 5-6 mánuðina sem okkur þótti lítið varið í. Skyndilega breyttist þetta. …