Ég á stundum bágt með að skilja auglýsingamenn. Kristinn R. Ólafsson auglýsir Merild-kaffi. Á einni auglýsingunni stendur hann sposkur og lýsir því að vatnið í Madrid sé ekki eins gott og heima á klakanum. Það komi þó ekki að sök vegna þess að vinkona hans norður í landi „haldi ekki vatni“ yfir sér og „sendi …
Monthly Archives: desember 2008
Kólera
Tímaritavefurinn er að skanna inn Alþýðublaðið um þessar mundir. Núna er árið 1971 að mestu komið inn. Hef verið að dunda mér við að lesa blöðin frá þessum tíma og rak augun í fregnir af kólerufaröldrum frá árinu 1970. Rætt var í fullri alvöru hvort hætta væri á að kóleran bærist til Íslands og fregnir …
Leiðarinn tvíbreytti
Net-mogginn og fleiri miðlar vekja athygli á því að leiðarinn á dv.is sé ekki sá sami og birtist í prentútgáfu blaðsins í morgun. Svo virðist vera sem netútgáfunni hafi líka verið breytt! Á morgun kóperaði ég þessa klausu af dv.is: Dæmi um óstaðfestar ávirðingar er að „stórir aðilar“ hafi hótað DV vegna fréttar um Sigurjón …
Snemma í prentun
Gallinn við að senda dagblöð of snemma í prentun, er meðal annars að þá er ekki hægt að stopp VONDA leiðara eins og þennan eftir að þjóðin er búin að horfa á Kastljósið. Mikið hlýtur Jón Trausti núna að bölva þessari klausu: Dæmi um óstaðfestar ávirðingar er að „stórir aðilar“ hafi hótað DV vegna fréttar …
Gjafir fyrirmenna
Pínlega frétt dagsins er um listaverkið frá forsetanum sem Clinton-famelían nennti ekki að hirða og fæst nú fyrir slikk á ebay. Rifjast þá upp önnur frásögn tengd gjöfum til fyrirfólks. Þegar Elliðaárvirkjun var tekin í notkun sumarið 1921, var ákveðið á síðustu stundu að nota tækifærið úr því að Kristján tíundi var í opinberri heimsókn …
Útförin
Hún tókst vel. Presturinn stóð sig ágætlega – meðvitaður um að að um það bil helmingur ættingjanna væri trúlaus en hinn helmingurinn trúaður. Á famelíunni hefur komist á sá siður að bæklingarnir sem dreift er í kirkjunni, með prógraminu og sálmunum, innihalda myndir af þeim látna, auk ættfræðiupplýsinga. Get mælt með því við alla þá …
Föstudagsgetraun
Á gær var tilkynnt um ný götuheiti á Slippssvæðinu. Nöfnin sem þar urðu fyrir valinu eru dregin af hafinu og mismunandi heitum þess. En nú er spurt: ein er sú gata í Reykjavík sem heitir eftir erlendum auðhring (þótt nafnið hafi verið íslenskað). Raunar eru göturnar tvær sem heita eftir auðhringnum og eru þær samliggjandi. …
Hættulegasti maðurinn í enska boltanum
Á enska boltanum má finna marga skúrka. Sá versti og hættulegasti er John Batchelor. Hann hefur nú skotið upp kollinum eia ferðina enn. Maður þarf ekki nema rétt að renna augum yfir Wikipediu-færsluna um hr. Batchelor til að sjá að hann er enginn venjulegur maður. Hann auðgaðist sem kappakstursmaður og eigandi kappakstursliða, þar sem allt …
Stjörnublik
Andrés Jónsson skrifaði, tja… athyglisverða bloggfærslu um daginn. Þar lýsti hann aðdáun sinni á Göran Persson og viðurkenndi að verða eins og flissandi skólastelpa í námunda við átrúnaðargoðið. Þessa stjörnudýrkun á ég bágt með að skilja. Hins vegar get ég viðurkennt að sjálfur verð ég mjög uppveðraður þegar ég lendi í bumbubolta með gömlum fótboltakempum. …
Atorka
Fyrir 4-5 dögum dúkkaði jólatréshræ upp í götunni. Það hefur svo síðustu sólarhringana verið að hrekjast eftir vindátt fram og aftur Skarphéðinsgötuna og niður Mánagötu. Þetta kallar maður framtaksemi! Einhver nágranninn hefur ákveðið að taka jólahreingerninguna strax í byrjun desember… og byrjað á að losa sig við tréð frá því í fyrra.