Að missa einn brottrekinn bankastjóra og fv. ráðherra í sérframboð gegn Sjálfstæðisflokknum er óheppni… Tveir eru kæruleysi… – Það væri samt óneitanlega dálítið fyndið ef Davíð Oddsson þyrfti að hringja í Sverri Hermannsson til að falast eftir góðum ráðum!
Monthly Archives: desember 2008
Kraftaverk
Nanna rifjar upp aðra tíma á blogginu sínu. Það er magnað að svo seint sem í desember á síðasta ári hafi vanir fjölmiðlamenn gert grín að Halli Magnússyni fyrir að vara við myntkörfulánum – kallað hann varðhund kerfisins og talað um kraftaverkalán í erlendum gjaldeyri. Og svo eru menn hissa á að margir hafi brennt …
Sextán
Urr… enn bætist á syndaregistur fólanna í enska knattspyrnusambandinu. Á bikarleiknum á laugardaginn tefldi Southend fram fimmtán ára leikmanni – eftir að hafa fengið staðfestingu frá knattspyrnusambandinu að það væri heimilt, þrátt fyrir ákvæði í lögum keppninnar. Luton hafði áður beðið um að fá að nota fimmtán ára gutta, en fengið neitun. TURK 182!
Fyrsti desember
Er fyrsti desember ennþá frídagur í skólum? Það var alltaf frí á fullveldisdaginn þegar ég var pjakkur og ef ég man rétt hélst það upp grunn- og framhaldsskólann. Á háskólanum var staða fyrsta desember nokkuð óráðin. Liðið sem hékk í kringum stúdentapólitíkina var skikkað til að mæta á e-a samkomu, en aðrir lásu fyrir próf. …