Krókur á móti bragði

Nú eru uppi vangaveltur um hvort rí­kisstjórnin sem senn tekur við eigi eða eigi ekki að afturkalla hvalveiðikvótann sem Einar K. Guðfinnsson gaf út á lokaklukkustundum sí­num í­ embætti. Þetta eru þarflausar vangaveltur. Legg frekar til að gefin verði út viðbótarreglugerð – þess efnis að hvalveiðimönnum verði sem fyrr heimilað að drepa 150 dýr… enda …

Partý kvöldsins…

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja rí­kisstjórn. Því­ munu væntanlega ýmsir félagsmenn í­ SHA fagna. Þá er ekki úr vegi að lí­ta í­ Friðarhús á föstudagskvöld. Þar verður ekki á boðstólum súr þorramatur heldur: * Kjöt í­ karrý, hrí­sgrjón, brauð og salat (kokkur: Björk Vilhelmsdóttir) og * Grænmetispottréttur (kokkur: Guðrún Bóasdóttir, Systa) …

Dómurinn

Nú hef ég ekki komist í­ að lesa dóminn í­ meiðyrðamáli Ómars R. Valdimarssonar gegn Gauki Úlfarssyni. Er það rétt skilið hjá mér að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að málefnaleg rök væru fyrir því­ að Ómar SÉ mesti rasisti bloggheima?

Nató leggur á flótta

Á morgun kemur herskari Nató-sérfræðinga til landsins á heljarmikla ráðstefnu á vegum rí­kisstjórnarinnar og hernaðarbandalagsins. Fyrirhugað var að hópurinn mætti í­ móttöku í­ Þjóðmenningarhúsinu. En eins og lesa má um hér hafa fregnir af fyrirhuguðum mótmælum orðið til þess að kokteillinn verður fluttur úr stað. Þegar búið verður að grafast fyrir um staðsetningu hans, munu …