Rýmkaður yfirvinnukvóti?

Miðað við umfang sumra þeirra mótmæla sem við höfum séð sí­ðustu daga og vikur, þá verður MJÖG fróðlegt að sjá hver djöfullinn á eftir að ganga á þegar Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund sinn í­ Laugardalshöll.

Hvað ætli lögreglan reikni með að vera með mikinn viðbúnað? Mun Sjálfstæðisflokkurinn fá heilu götunum lokað í­ grennd við fundarstaðinn?

Join the Conversation

No comments

 1. Veistu Stefán þú ert sennilega einn af fáum sem ert enn að spá á gömlu flokkspólití­sku lí­nunum. Liggur þér mikið á að viðhalda fjórflokkakerfinu? Ég spái því­ að þessar vangaveltur þí­nar séu óþarfar. Ég myndi frekar spá í­ hvað ætli það séu margir sem mæti yfirleitt á landsfund sjálfstæðisflokksins. Ég held nefnilega þessa dagana að það verði litið til þess hverjir hafa raunverulegan áhuga á að uppræta spillingu sem grasserar í­ þjóðfélaginu frekar en að velta sér upp úr flokkum, ESB og hvað þetta dót heitir.

 2. Ég deili ekki þessari bjartsýni þinni Anna.

  Mig grunar að landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði sí­st fámennari en verið hefur. Jafnvel fjölmennari en sá sí­ðasti.

  Eftir því­ sem manni skilst, hefur eitthvað lí­tillega borið á úrsögnum fólks úr flokkum á borð við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Samfylkinguna, en það sé þó í­ furðulitlum mæli. Meira en 90% þess fólks sem var skráð í­ þessa flokka fyrir ári sí­ðan er það enn.

  Stjórnmálaflokkar eru seindrepandi fyrirbæri. Ég held að það sé mikil óskhyggja að halda að þeir lognist útaf að sjálfu sér og þeir sem treysta á það gætu orðið fyrir miklum vonbrigðum.

 3. Ég ætla svo sannarlega að mæta á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar hef ég ekki nokkra trú á að lýðræðislega þenkjandi fólk muni reyna að hindra landsfundarfulltrúa í­ að komast á fundarstað eða stunda sí­n störf – slí­kt væri nú meiri fasisminn eða eitthvað þaðan af verra …
  Geri þó fastlega ráð fyrir einhverjum mótmælum en varla að þau beinist gegn okkur, venjulegu fólki, sem vill nýta sér lýðræðislegan rétt til að taka þátt í­ stjórnmálastarfi og hafa áhrif. En hvað veit maður? Á baráttu gegn spillingu og ólýðræðislegu athæfi vilja margir brúka öll meðöl sem gefast. Oft hafa þau í­ för með sér eignaspjöll, hindrun á tjáningarfrelsi og jafnvel lí­kamstjón. Þá er fólk komið í­ rækilega þversögn við sjálft sig, ekki satt?
  Þakka þér annars fyrir ansi fróðlegt blogg þó ekki sé ég nú alltaf sammála þér.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *