Þokkaleg úrslit

Jæja, úrslit dagsins voru ágæt.

Bournemouth var með forystu á útivelli gegn Darlington en fékk svo á sig jöfnunarmark á 83.mí­n. og tapaði svo leiknum á lokamí­nútunni. Á næstu dögum kemur í­ ljós hvort nýir hluthafar í­ Bournemouth séu í­ raun að koma rekstrinum þar á réttan kjöl eða hvort sama ruglið heldur áfram á þeim bænum.

Rotherham jafnaði á lokamí­nútunni gegn Dagenham. Skiptir varla máli, Rotherham er lí­klega of sterkt til að vera í­ raunverulegri fallbaráttu.

Accrington tapaði gegn Rochdale. Nokkrir tapleikir í­ röð og þá gæti farið að hitna undir þessu sögufræga liði Accrington Stanley.