Utandeildarliðið Kettering er komið í fjórðu umferð enska bikarsins. Þar tekur liðið á móti Fulham á heimavelli. Undir eðlilegum kringumstæðum væri slíkur leikur sýndur í beinni útsendingu í ensku sjónvarpi. Sjónvarpsmönnum finnst svo krúttlegt þegar utandeildarliðin láta úrvalsdeildarliðin svitna…
Þessi leikur verður hins vegar ekki á dagskrá samkvæmt nýjustu fregnum. Kettering mun hafa boðist til að afsala sér samningsbundnum greiðslum vegna útsendingar, en allt kemur fyrir ekki.
Það er í raun bara ein rökrétt skýring á því hvers vegna Kettering – Fulham fær ekki náð fyrir augum stjórnenda sjónvarpsstöðvanna… á treyju félagsins er auglýsing þar sem fólk er hvatt til að styðja neyðarhjálp til Palestínu. Hana má sjá hér.
Íslenskir Palestínuvinir eru þó amk. komnir með lið til að styðja í næstu umferð…