Ágætis byrjun

Daví­ð Þór komst vel frá fyrsta keppniskvöldinu í­ Gettu betur, eins og búast mátti við. Eva Marí­a var lí­ka merkilega fumlaus miðað við fyrsta þátt. Yfirleitt eiga nýir spyrlar erfitt uppdráttar fyrstu kvöldin. Hún lenti aðeins í­ smáklandri með einn hraðaspurningapakkann og í­ sjálfu sér alger óþarfi að reyna að fara of geyst í­ byrjun.

Spurningarnar voru e.t.v. með þyngra móti fyrir fyrstu umferð.

Liðin voru svo sem ekki sterk. ME gæti verið sjónvarpslið á góðum degi, en við hljótum að sjá öflugari keppendur á næstu dögum.