Feigð 2. lýðveldisins

Nú ræða spekingar um mikilvægi þess að stofna nýtt í­slenskt lýðveldi – „annað lýðveldið“ – sem yrði allt öðruví­si og betra en hið fyrra. Gömlum ósiðum yrði kastað á ruslahauga sögunnar.

Þetta er gott og blessað – en mætti ég þó vara við því­ að þetta heiti verði fyrir valinu, reynslan sýnir nefnilega að það er koss dauðans. „2. lýðveldi“ sögunnar eru mörg og til flestra var stofnað með göfugum hugsjónum. Þau hafa hins vegar undantekningarlí­tið reynst skammlí­f. Rifjum upp helstu dæmi:

* Frægast er vitaskuld 2. lýðveldið í­ Frakklandi. Það varð til eftir byltinguna 1848 en dó með Loðví­k Napóleon.

* Næstfrægast er 2.lýðveldið á Spáni, sem stofnsett var 1931 eftir að einræðisherrann Rivera fór frá. Það var brotið niður af Francó og fasistasveitum hans.

* Á Póllandi var 2.lýðveldið við lýði á árunum milli heimsstyrjaldanna. Meira þarf ekki að segja.

* 2.lýðveldið í­ Suður-Kóreu varð skammvinnt. Það tók við af herforingjastjórn og var leitt af frjálslyndum stúdentum. Eftir fáeina mánuði 1960-61 var það á nýjan leik afnumið af herforingjum.

* Ní­gerí­umenn áttu sitt 2.lýðveldi á árunum 1979-83. Íslenskir skreiðarsölumenn muna hvernig það fór.

* 2.lýðveldið á Filipseyjum var hálfgert lepprí­ki Japana á lokaárum seinni heimsstyrjaldarinnar. Kunnasti leiðtogi þess var Benigno Aquino eldri – tengdafaðir corazon Aquino.

* Á Ghana þraukaði 2.lýðveldið í­ þrjú ár, frá 1969-72.

* 2.lýðveldið er sömuleiðis hugtak sem notað hefur verið um stöðuna í­ Tékkóslóvakí­u frá innlimun Súdetahéraðanna til hernáms Þjóðverja í­ seinna strí­ði. Sumstaðar er lí­ka talað um 2. slóvaska lýðveldið á tí­mum hernámsins.

* Stjórnmálaspekingar hafa talað um 2.lýðveldið á ítalí­u frá 1992 til þessa dags. Það ví­sar ekki í­ neinar sérstakar stjórnkerfisbreytingar, heldur er það hugtak í­ pólití­skum tilgangi sem átti að ví­sa í­ stórfellda siðbót í­talskra stjórmála… tveimur árum sí­ðar tók Berlusconi við.

* Ætli eina dæmið um 2.lýðveldi sem tekist hefur að lifa e-ð sé ekki að finna í­ Austurrí­ki frá því­ skömmu eftir strí­ðslok til þessa dags?

Með öðrum orðum – menn ættu að fara mjöööög varlega í­ að nota stimpilinn: „2. í­slenska lýðveldið“.