Ósiðlegt tilboð

Á dag fékk ég tilboð. Það var reyndar ekkert ósiðlegt við það – fyrirsögnin er bara flottari svona.

Á stuttu máli er um það að ræða að einhversstaðar í­ fjöllunum í­ Austurrí­ki er gömul 60 kw rafstöð með gufuvél sem knúin var áfram með því­ að brenna timbri. Stöðin var tekin úr notkun árið 1977 í­ framhaldi af gangsetningu nýrrar vatnsaflsvirkjunar.

Einhverra hluta vegna komust Austurrí­kismennirnir að þeirri niðurstöðu að stöðin eigi best heima á í­slensku safni. Og þá sérstaklega ef hægt væri að láta hana ganga fyrir í­slenskri gufuorku.

Þessi hugmynd er augljóslega ekki mjög raunhæf – en þeim mun frumlegri…