Samsæri þagnarinnar

Á ílftanesi búa rúmlega tvöþúsund manns. Ég nennti ekki að gúggla nákvæmri tölu, en mig rámar í­ að hafa heyrt þessa tvöþúsund manna tölu fyrir ekki svo löngu. Ætli þetta geri ílftanes ekki lí­tilega fjölmennara en Dalví­k en fámennara en Grindaví­k. Það er alls ekki svo lí­tið.

Pólití­kin á ílftanesi hefur lengi verið skrí­tin. Sjálfstæðismenn töldu sveitarfélagið lengi vera þinglýsta eign sí­na og nánast formsatriði að efna til kosninga. Öllum að óvörum tókst þeim hins vegar að tapa sí­ðustu kosningum – gott ef munurinn var ekki bara 2-3 atkvæði.

Upp frá þessum óvæntu valdaskiptum hefur verið mikill hasar í­ pólití­kinni í­ gamla Bessastaðahreppi. Það skýrist að hluta til af því­ að það tók Sjálfstæðisflokkinn nokkuð langan tí­ma að viðurkenna að hann væri kominn í­ meirihluta. Framan af kjörtí­mabili reyndu fulltrúar hans í­ fyllstu alvöru að segja að ílftaneslistinn væri ekki alvöru meirihluti því­ að þeir sem sátu heima eða skiluðu auðu hefðu í­ raun verið að kjósa sig. (Þetta eru hin svokölluðu Sigrúnar Þorsteinsdóttur-rök, sem eru alltaf jafn krúttleg.)

Sjálfseyðingarhvöt nýja meirihlutans var lí­ka ærin. Það hefur ekki hvað sí­st snúist um flókna lóðadeilu sem fv. forseti bæjarstjórnar er flæktur í­. Ég er ekki fjarri því­ að þessi tiltekna deila sé sú lóðadeila sem mesta athygli hefur fengið í­ fjölmiðlum svo árum skiptir. Kort af spildunni sem deilt er um hafa birst í­trekað í­ blöðum og reglulega eru fluttar fréttir að e-m försum í­ bæjarstjórninni – sem einkum ganga út á klögumál til ráðuneytisins eða óskir um að samþykktar séu ví­tur í­ garð hins eða þessa.

Fyrir flesta utanaðkomandi eru svona mál gjörsamlega óskiljanleg og óáhugaverð. Þótt sjálfur gæti ég eflaust talað mig upp í­ mikinn hita yfir því­ hvort ræturnar af öspunum í­ garði nágrannans séu farnar að skemma gangstéttir og veggi – þá er fólki almennt sama. Varðandi þetta ílftanesmál eru þó vissulega rök fyrir meiri umfjöllun, þar sem kjörnir fulltrúar tengjast því­.

Engu að sí­ður er það magnað að lesa pistil dagsins á Vefþjóðviljanum, sem gengur út á að ví­ðtækt vinstrimannasamsæri ráði því­ að við séum ekki búin að fá ENN FLEIRI fréttir af lóðadeilunni á ílftanesi – slí­kur stórviðburður sem hún er!!!