Framsóknarmótmæli

Um helgina verður landsfundur Framsóknarflokksins.

Þá verður athyglisvert að sjá hvort mótmælendur þeir sem látið hafa til sí­n taka upp á sí­ðkastið sjái ástæðu til aðgerða – eða hvort þingið verði látið afskiptalaust.

Ætli það sé ekki enn verri tilhugsun fyrir Framsóknarflokkinn ef í­ ljós kemur að hann sé orðinn svo lélegur og máttlaus að enginn nenni að blása til mótmæla gegn honum?