Mér tókst ótrúlega vel að hemja mig í bókabúðunum í Leeds. Keypti bara fjórar bækur. Tvær glæpasögur f. Steinunni, bók um áhrif hnattvæðingar og óhefts kapítalisma á rekstur knattspyrnuliða – og klassíker úr tæknisögunni, The City In History.
The City in History er tæplega fimmtíu ára gamalt rit eftir Lewis Mumford – fyrsta forseta bandaríska tæknisögufélagsins. Þessi bók kemst á flesta topp-10 lista yfir áhrifamikil tæknisögurit.