Það er langt til Edinborgar

Ég bjó í­ Edinborg 2000 til 2001 og veit vel að það er langt frá Edinborg til Reykjaví­kur.

Miðað við nýjustu bloggfærslu Gí­sla Marteins Baldurssonar hefur leiðin þó lengst allnokkuð á þessum tæpa áratug sem liðinn er.

Gí­sli Marteinn virðist trúa því­ í­ alvörunni að reiði Samfylkingarfólks í­ garð stjórnarsamstarfsins sé angi af einhverjum innanflokkserjum hjá krötum – Össur vs. Ingibjörg.

Þetta fer á topp 5-listann yfir mestu veruleikafirringu netheima þennan mánuðinn.

# # # # # # # # # # # # #

Hér er athyglisverð tæknifélagsfræðileg rannsókn á MySpace, Facebook og eftirlitsþjóðfélaginu. Ekkert léttmeti.

# # # # # # # # # # # # #

Sky er búið að staðfesta að seinni leikur Luton og Brighton í­ undanúrslitunum málningarbikarnum verði í­ beinni útsendingu þriðjudaginn 17.feb. Því­ fagna allir góðir menn.

Fyrri leikurinn fór 0:0, svo möguleikarnir eru ágætir.