Það sem ekki má segja

Hörður Torfason hefur fengið á baukinn í­ fjölmiðlum í­ dag. Ummæli hans voru klaufaleg og vanhugsuð – ekki hvað sí­st í­ ljósi þess að hann mátti vita hversu viðkvæmt tilefnið væri.

Það var kjánalegt að nota orð eins og „reyksprengjur“ í­ þessu samhengi. Væntanlega mun Hörður senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á því­ ef orð hans hafa valdið sárindum – og málið ætti þá að vera úr sögunni. Ummælin fara þá í­ frí­ðan flokk vanhugsaðra setninga á borð við „sætustu stelpuna á ballinu“ – sem ýmsir muna kannski eftir.

Hitt er hins vegar annað mál að Hörður hafði að sumu leyti á réttu að standa – það er, þegar hann reyndi (með slæmum árangri) að orða þá hugsun að hér væri verið að slá saman einstaklingsharmleik og stjórnmálum á óeðlilegan hátt.

Það er nefnilega afar undarlegt við yfirlýsingu þá sem Geir Haarde las í­ hádeginu, að þar er sú ákvörðun þingflokks Sjálfstæðismanna að stefna beri að kosningum 9. maí­ einvörðungu tengd við veikindi Geirs. Hún er ekki  rökstudd með því­ hversu breyttar forsendur sé nú frá sí­ðustu kosningum, mikilvægi þess að afla nýs umboðs fyrir stórar ákvarðanir, óánægju almennings eða stjórnmálaástandsins almennt. Allt hefðu þetta þó talist gildar ástæður.

Maður efnir ekki til þingkosninga af því­ að einn maður veikist. Jafnvel þótt hann sé forsætisráðherrann og sjúkdómurinn sé grafalvarlegur. Það gengur bara ekki upp.

En þetta má ekki segja, því­ þá er strax risinn upp hópur fólks sem telur illa vegið að sjúkum manni. Og þeir sem vildu kosningar segja heldur ekki neitt – telja að það skipti ekki máli hvaðan gott komi.