Ekki persónugera vandann!

Hversu oft höfum við ekki fengið að heyra það sí­ðustu vikur og mánuði að það megi ekki persónugera vandann! Á þessu var hamrað af ráðamönnum – sérstaklega þó Sjálfstæðismönnum.

Einmitt þessvegna mun enginn skynsamur maður hlusta á þessar bullhugleiðingar Eirí­ks Bergmanns sem lætur sér detta í­ hug að mótmæli sí­ðustu vikna snúist um persónu Geirs Haarde og því­ sé sjálfhætt þegar Geir veikist.

Okkur dettur ekki í­ hug að persónugera vandann með slí­kum hætti – og einmitt þess vegna eiga fregnir af heilsufari forsætisráðherra engin áhrif að hafa á mótmælin. Þau munu halda áfram af fullum krafti.