Hjól atvinnulífsins smurð

Fjölskyldan á Mánagötu 24 heldur áfram að vinna gegn kreppunni. Á gær fengum við smið til að gera þetta fí­na garðhlið fyrir okkur – auk þess sem hann boltaði garðbekkinn niður í­ stéttina.

Hugsunin á bak við þá festingu er sú að koma í­ veg fyrir að krakkar geti slasað sig á klifri – en jafnframt minnka lí­kurnar á að hann endi á bálinu ef mótmælendurnir kynnu nú að fikra sig af Austurvelli og í­ Norðurmýrina…