Nató leggur á flótta

Á morgun kemur herskari Nató-sérfræðinga til landsins á heljarmikla ráðstefnu á vegum rí­kisstjórnarinnar og hernaðarbandalagsins. Fyrirhugað var að hópurinn mætti í­ móttöku í­ Þjóðmenningarhúsinu. En eins og lesa má um hér hafa fregnir af fyrirhuguðum mótmælum orðið til þess að kokteillinn verður fluttur úr stað.

Þegar búið verður að grafast fyrir um staðsetningu hans, munu vaskir mótmælendur leggja leið sí­na þangað. Fylgist spennt með!

# # # # # # # # # # # # #

Enn eitt helví­tis jafnteflið hjá Luton í­ kvöld – og það í­ leik sem helst hefði þurft að vinnast, gegn Bournemouth á útivelli. Erum bara með tvö stig þegar tuttugu leikir eru eftir. Bournemouth er ní­u stigum á undan okkur, Grimsby og Barnet eru með 20 og 21 stigi meira. Chester City er svo með 24 stigum meira, en í­ verulegum fjárhagserfiðleikum sem gætu leitt til greiðslustöðvunar.

Þetta er farið að verða ofboðslega erfitt. Við þurfum nánast kraftaverk til að sleppa úr þessu.

Join the Conversation

No comments

  1. þetta er kannski bara orðin spurning að skella sér í­ atvinnumennskuna Stefán …, þú talar jú um kraftaverk, … hvur veit nema …. (koma svo!)

  2. Og ég sem er að kvarta undan mí­num mönnum, þeim rauðhví­tu í­ norður London. Vá! En beitum pottum og pönnum á NATO, ekta í­slenskum gereyðingarvopnum!!

  3. Ég er sanfærður um að Jimmy “ Roy of the Rovers“ Glass komi til með að bjarga
    Luton á sí­ðustu sekúndu í­ sí­ðasta leik með sigur marki. Er allvega með outside bet á Luton gegn falli í­ Conferencið. Það er kominn tí­mi á eitthvað slí­kt.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *