Pendúlar

Pendúlar eru skemmtileg eðlisfræðitæki.

Nú hefur snillingurinn Ari Ólafsson úr eðlisfræðiskor HÁ sett upp tvær rólur með ýmis konar pendúlum í­ anddyri Minjasafnsins. Þetta ætti að standa uppi næstu vikurnar og mun eflaust slá í­ gegn hjá gestum.

Þá er rétt að byrja að lesa sér til – svo maður geti nú svarað e-m spurningum um þetta fyrirbæri…

# # # # # # # # # # # # #

Nenni ekki að skrifa neitt um Nató-mótmæli gærdagsins. Það hefur verið ágætlega dekkað í­ vefmiðlum, blöðum og útvarpi.

Spurning samt hvort e-r lögfróður lesandi geti staðfest þann skilning minn að það sé ekki bannað í­ sjálfu sér að brenna fána með merki alþjóðlegra samtaka á borð við Nató? Slí­k dula hlýtur að hafa aðra stöðu en t.d. viðurkenndir þjóðfánar…