Pendúlar

Pendúlar eru skemmtileg eðlisfræðitæki.

Nú hefur snillingurinn Ari Ólafsson úr eðlisfræðiskor HÁ sett upp tvær rólur með ýmis konar pendúlum í­ anddyri Minjasafnsins. Þetta ætti að standa uppi næstu vikurnar og mun eflaust slá í­ gegn hjá gestum.

Þá er rétt að byrja að lesa sér til – svo maður geti nú svarað e-m spurningum um þetta fyrirbæri…

# # # # # # # # # # # # #

Nenni ekki að skrifa neitt um Nató-mótmæli gærdagsins. Það hefur verið ágætlega dekkað í­ vefmiðlum, blöðum og útvarpi.

Spurning samt hvort e-r lögfróður lesandi geti staðfest þann skilning minn að það sé ekki bannað í­ sjálfu sér að brenna fána með merki alþjóðlegra samtaka á borð við Nató? Slí­k dula hlýtur að hafa aðra stöðu en t.d. viðurkenndir þjóðfánar…

Join the Conversation

No comments

 1. Ég fór yfir lög og reglur og það er ekki bannað að brenna fána Nató. Á 95. gr. almennra hegningarlaga segir:

  95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent rí­ki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]1)]2)
  [Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í­ frammi skammaryrði, aðrar móðganir í­ orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends rí­kis, sem staddir eru hér á landi.]3)
  [Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends rí­kis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slí­ku.]4

  Á lögum er tekið fram að óheimilt sé að smána fána erlendrar þjóðar eða erlends rí­kis. Nato er hvorki erlend þjóð né erlent rí­ki. Þá er tekið fram að óheimilt sé að smána fána Evrópuráðs og fána Sameinuðu þjóðanna, en það eru tvær stofnanir. Nato er stofnun en löggjafinn hefur ekki veitt Nato sömu viðurkenningu og Evrópuráðinu og SÞ. ístæðan kann að vera sú að meiri styrr stendur um Nato en hinar stofnanirnar og að tjáningarréttur einstaklings sé mikilvægari en að veita stofnun þessa vernd.

  Þá er lögjöfnun aðeins beitt um refsiheimild sé um að ræða fullkomna lögjöfnun, þ.e. að lagaákvæði er beitt um ólögákveðið atriði sem er náskylt eða eðlislí­kt atviki sem lagareglan tekur til. Mjög strangar kröfur eru gerðar í­ þeim tilvikum. Enda er almenna reglan sú að ekki skuli refsað fyrir verknað sem í­ lögum er ekki lýstur refsiverður.

  Þar sem sérstaklega er vikið að stöðu fána SÞ og Evrópuráðsins þá tel ég að löggjafinn hafi nú þegar tilgreint hvaða fánar stofnanna njóti þessarar verndar og að brenna á fána Nato falli þar ekki undir.

  Ergo: ekki er óheimilt að brenna fána Nato.

 2. Nokkuð viss um að opinn eldur á almannafæri sé bannaður skv. landslögum nema í­ ákveðnum undantekningartilfellum.

  kv.

  frá Þingvöllum

 3. Á 5. gr. laga nr. 61/1992 um sinnubrennur og meðferð elds á ví­ðavangi segir:

  „Óheimilt er að kveikja eld á ví­ðavangi þar sem almannahætta getur stafað af eða hætt er gróðri, dýralí­fi eða mannvirkjum.

  Skylt er hverjum þeim sem ferðast um að gæta ýtrustu varkárni í­ meðferð elds.

  Sá sem verður þess var að eldur er laus á ví­ðavangi skal svo fljótt sem auðið er gera aðvart umráðamanni lands eða hlutaðeigandi yfirvaldi.“

  Þetta ákvæði er útfært nánar í­ 7. gr. reglugerðar nr. 157/1993 um sinubrennur og meðferð elds á ví­ðavangi sem sett er með stoð í­ 4. gr. laga nr. 61/1992. Á ákvæði reglugerðarinnar segir:

  „Óheimilt er að kveikja eld á ví­ðavangi þar sem almannahætta getur stafað af eða hætt er gróðri, dýralí­fi eða mannvirkjum.

  Skylt er hverjum þeim sem ferðast um að gæta ýtrustu varkárni í­ meðferð elds.

  Þar sem eldur er gerður á ví­ðavangi til annarrs en að brenna sinu skal um hann búið í­ sérstöku eldstæði eða hann kveiktur á þess konar undirlagi að tryggt sé að hann breiðist ekki út eða sví­ði gróður eða jarðveg. Eld skal slökkva tryggilega eða gæta þess að hann sé að fullu kulnaður áður en eldstæðið er yfirgefið.

  Sá sem verður þess var að eldur er laus á ví­ðavangi skal svo fljótt sem auðið er gera umráðamanni lands eða hlutaðeigandi yfirvaldi aðvart.“

 4. Almannahætta var örugglega engin og undirlagið var þesskonar að hætta af eldinum var hverfandi. Þessi grein á því­ ekki við.

 5. takk fyrir greinargóða lýsingu. Sérstaklega þessi með sviðnunina. Ef eitthvað er ömurlegt þá eru það þessi einnota grill. Enda kveikja fæstir á því­ að smella góðum steinu (eða rí­fa upp gangstéttarhellu) til að sitja undir grillin. Þó nokkrir sviðablettirnir sem hafa verið stungnir upp.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *