Sögulegar fyrirmyndir

Samanburður á 30.mars 1949 og mótmælum sí­ðustu daga er fyrirferðarmikill í­ fjölmiðlum. Svo sem ekki skrí­tið – vettvangurinn er sá sami og í­ báðum tilvikum léku menn með skildi, hjálma og táragas/úða stórt hlutverk. Hitt er svo annað mál hversu raunhæfur samanburðurinn er að öðru leyti. Ví­sanir í­ sögulegar fyrirmyndir er raunar vinsælli á fleiri …

Það er langt til Edinborgar

Ég bjó í­ Edinborg 2000 til 2001 og veit vel að það er langt frá Edinborg til Reykjaví­kur. Miðað við nýjustu bloggfærslu Gí­sla Marteins Baldurssonar hefur leiðin þó lengst allnokkuð á þessum tæpa áratug sem liðinn er. Gí­sli Marteinn virðist trúa því­ í­ alvörunni að reiði Samfylkingarfólks í­ garð stjórnarsamstarfsins sé angi af einhverjum innanflokkserjum …

Þrír pólitískir spádómar

i) Tilkynnt verður um afdrif rí­kisstjórnarinnar fyrir helgi. Lí­klega á föstudag. ii) Kosningar verða ekki sí­ðar en snemmsumars – í­ sí­ðasta lagi í­ byrjun september. iii) Dagur B. Eggertsson verður formaður Samfylkingarinnar í­ þeim kosningum. Já – ég viðurkenni að þetta eru ekkert sérstaklega djarfir spádómar… allt frekar fyrirsjáanlegt.

Hraðar hendur

Oslóartréð féll um miðnættið. Það var mikið sjónarspil. Klukkan eitt gengum við Palli yfir Ingólfstorg. Þá voru starfsmenn borgarinnar komnir á bí­l með krana og búnir að fjarlægja jólatréð sem þar stóð og voru að sópa upp sí­ðustu greinunum. Annað hvort var þetta furðuleg tilviljun eða ótrúlegur viðbragðsflýtir. Ekki amalegt að ná að ræsa út …

Mumford

Mér tókst ótrúlega vel að hemja mig í­ bókabúðunum í­ Leeds. Keypti bara fjórar bækur. Tvær glæpasögur f. Steinunni, bók um áhrif hnattvæðingar og óhefts kapí­talisma á rekstur knattspyrnuliða – og klassí­ker úr tæknisögunni, The City In History. The City in History er tæplega fimmtí­u ára gamalt rit eftir Lewis Mumford – fyrsta forseta bandarí­ska …

Heima

Kom heim um fjögurleytið í­ nótt úr frábærri menningarferð. Leikurinn tapaðist illa, en eiginlega stóð mér á sama – þrátt fyrir allt var stemningin í­ kringum okkur slí­k að úrslitin skiptu litlu máli. Hefði hins vegar orðið dragfúll ef ég hefði setið heima og fylgst með framvindu mála í­ gegnum netið. Við ferðafélagarnir skoðuðum fjölmarga …

Áfram þensla – ekkert stopp

Við þurfum að finna nýja plánetu, til að halda partýinu gangandi – sagði í­ stórmyndinni Blossa. Hjá eiganda þessarar sí­ðu er partýið enn í­ fullum gangi eins og árið sé 2007. Á morgun verður stokkið upp í­ flugvél og haldið í­ fótboltaferð til Englands við fjórða mann. Farið verður á stórleik Darlington og Luton á …

Framsóknarmótmæli

Um helgina verður landsfundur Framsóknarflokksins. Þá verður athyglisvert að sjá hvort mótmælendur þeir sem látið hafa til sí­n taka upp á sí­ðkastið sjái ástæðu til aðgerða – eða hvort þingið verði látið afskiptalaust. Ætli það sé ekki enn verri tilhugsun fyrir Framsóknarflokkinn ef í­ ljós kemur að hann sé orðinn svo lélegur og máttlaus að …

Bifreiðalánasjóður ríkisins

Maður er búinn að lesa mikið upp á sí­ðkastið um yfirvofandi brotlendingu breska hagkerfisins. Þessar fréttir benda til að tjallinn sé í­ verulega vondum málum… Bifreiðalán á vegum rí­kisins til að tryggja að fólk haldi áfram að kaupa Landrover-bí­la í­ kreppunni??? Getur þetta verið góð hugmynd?