Á haust álpaðist ég til ísafjarðar á þing safnmanna. Á barnum um kvöldið tóku tveir strákar mig tali og kynntu sig sem spurningaliðsmenn úr Mí. Ég kannaðist reyndar við nafn annars þeirra frá því að hann gekk í SHA fyrir nokkrum misserum. Ég lýsti áhuga mínum á að halda fund undir merkjum Samtaka hernaðarandstæðinga á …
Monthly Archives: janúar 2009
Thames AFC
Leikur Chester og Luton í gær var að einu leyti sögulegur. íhorfendur á leiknum voru 1.652. Það er minnsti áhorfendafjöldi á leik með Luton frá árinu 1930. Reyndar telja stuðningsmenn Luton sem mættu á leikinn eða horfðu á svipmyndir í sjónvarpinu að þessi áhorfendatala sé augljós fölsun og að öllu fleiri hafi verið á vellinum. …
Franska leiðin
Það er augljóst að Njörður Njarðvík hefur hreyft við mörgum með hugmyndum sýnum um að stofna „nýtt lýðveldi“ á Íslandi. Væntanlega er það hugmyndin um þessi róttæku skil – að höggva á tengslin við hið gamla og skapa eitthvað nýtt og öðruvísi sem heillar. Það skilur maður svo sem vel. Hins vegar finnst mér sögulegu …
Stóra núllið
Stóra núllinu er náð. Eftir að hafa leikið helming leikjanna og einum betur, er Luton komið upp í núll stig. Gerðum jafntefli í kvöld gegn Chester á útivelli, 2:2. Þetta er áttundi leikurinn í röð án taps í deildinni… vandamálið er að nánast allir þessir leikir hafa endað með jafntefli, sem hefur lítið að segja …
Válastígur
Á dag gerðist ég svo frægur að aka niður Válastíg. Þá hef ég eitthvað til að segja barnabörnunum… Jafnframt labbaði ég heilan hring undir heitavatnstönkunum á Öskjuhlíð. Það var skemmtilegt – en þó einhæft. Síðast en ekki síst fékk ég að skoða inn í tvíburaturnana á Freyjugötu. – Sem sagt helvíti fínn dagur í vinnunni!
Ágætis byrjun
Davíð Þór komst vel frá fyrsta keppniskvöldinu í Gettu betur, eins og búast mátti við. Eva María var líka merkilega fumlaus miðað við fyrsta þátt. Yfirleitt eiga nýir spyrlar erfitt uppdráttar fyrstu kvöldin. Hún lenti aðeins í smáklandri með einn hraðaspurningapakkann og í sjálfu sér alger óþarfi að reyna að fara of geyst í byrjun. …
Ósiðlegt tilboð
Á dag fékk ég tilboð. Það var reyndar ekkert ósiðlegt við það – fyrirsögnin er bara flottari svona. Á stuttu máli er um það að ræða að einhversstaðar í fjöllunum í Austurríki er gömul 60 kw rafstöð með gufuvél sem knúin var áfram með því að brenna timbri. Stöðin var tekin úr notkun árið 1977 …
Jón og séra Jón
Oxford United, sem leikur í utandeildarkeppninni, stendur frammi fyrir massívum stigafrádrætti fyrir að tefla fram leikmanni með ólögmætan samning. Svona gerist þegar menn hafa ekki ráð á sama lögfræðingateyminu og West ham og Tevez… Uppfært: Oxford fékk 5 stiga frádrátt…
Feigð 2. lýðveldisins
Nú ræða spekingar um mikilvægi þess að stofna nýtt íslenskt lýðveldi – „annað lýðveldið“ – sem yrði allt öðruvísi og betra en hið fyrra. Gömlum ósiðum yrði kastað á ruslahauga sögunnar. Þetta er gott og blessað – en mætti ég þó vara við því að þetta heiti verði fyrir valinu, reynslan sýnir nefnilega að það …
Samsæri þagnarinnar
Á ílftanesi búa rúmlega tvöþúsund manns. Ég nennti ekki að gúggla nákvæmri tölu, en mig rámar í að hafa heyrt þessa tvöþúsund manna tölu fyrir ekki svo löngu. Ætli þetta geri ílftanes ekki lítilega fjölmennara en Dalvík en fámennara en Grindavík. Það er alls ekki svo lítið. Pólitíkin á ílftanesi hefur lengi verið skrítin. Sjálfstæðismenn …