Kettering – Palestína

Utandeildarliðið Kettering er komið í­ fjórðu umferð enska bikarsins. Þar tekur liðið á móti Fulham á heimavelli. Undir eðlilegum kringumstæðum væri slí­kur leikur sýndur í­ beinni útsendingu í­ ensku sjónvarpi. Sjónvarpsmönnum finnst svo krúttlegt þegar utandeildarliðin láta úrvalsdeildarliðin svitna… Þessi leikur verður hins vegar ekki á dagskrá samkvæmt nýjustu fregnum. Kettering mun hafa boðist til …

Enginn leikur

Enn er fótboltaleikjum frestað í­ Bretlandi. Luton og Rotherham áttu að leika á morgunn, en því­ hefur verið frestað. Sömu sögu er að segja um leik næstneðsta liðsins – Bournemouth. Spenningur morgundagsins verður því­ í­ tengslum við stórleikinn Grimsby – Morecambe… Annars er þetta ágætt. Til stóð að við lékum fjóra leiki á tí­u dögum. …

Sjálfseyðingarhvöt?

Niðurstöður skoðanakannanna eru ekki alltaf rökréttar. Könnunin sem Helgi í­ Góu birtir á opnuauglýsingu í­ Fréttablaðinu í­ morgun slær þó öll met. Samkvæmt henni er mikill meirihluti þjóðarinnar hlynntur því­ að lí­feyrissjóðirnir ráðist í­ byggingu á leiguhúsnæði fyrir eldri borgara. Allnokkrir eru þó andsnúnir þessu og talsverður hópur er óákveðinn. Því­næst er spurt hvort það …

Eldfærin

Á H.C. Andersen-ævintýrinu um Eldfærin, koma fyrir þrí­r hundar með stór augu. Augu þess stærsta voru eins og Sí­valiturnar. En hvort skyldi þar vera átt við að augun hafi verið eins og Sí­valiturninn á hæðina – eða erum við að tala um breiddina (þvermálið á sjálfum hringnum)? Ég hef lengi velt þessu fyrir mér.

Kjötsúpa

Tengdó sauð upp kjötsúpu í­ kvöld. Kjötsúpan hennar er lí­klega á topp fimm listanum yfir besta mat í­ heimi. Ekki spillti fyrir að þetta voru afgangar frá gærkvöldinu. Kjötsúpa er nefnilega alltaf betri upphituð. Eftir súpusötrið skundaði ég á miðnefndarfund. Samþykktum þessa ályktun. Á morgun (fim.8.jan.) kl. 17 mæti ég fyrir framan bandarí­ska sendiráðið, þar …

Gríman

Eva Hauksdóttir upplýsir að hún sé að hanna grí­mu sem hún hyggist bera eftirleiðis við mótmæli. Fyrir því­ færir hún þrenn rök: i) Að með því­ að vera ógrí­muklædd dragi hún athygli frá mótmælunum og að boðskapurinn geti misskilist ii) Að hún verði að gæta að öryggi sí­nu og þeirra sem henni eru nákomnir iii) …

Vonarstræti

Kláraði Vonarstræti eftir félaga írmann. Skemmti mér vel við lesturinn. Bókin er sneisafull af fróðleik, án þess þó að það bitni á sjálfri sögunni. Fyrir áhugamenn um stjórnmál heimastjórnartí­mans er hún skyldulesning. Af skepnuskap mí­num reyndi ég auðvitað að finna einhverja sögulega ónákvæmni eða litla staðreyndavillu í­ bókinni (svona eins og sagnfræðingar gera alltaf til …

Búllan

Vinnufélagar mí­nir hér í­ Orkuveitunni verðlaunuðu Hamborgarabúlluna fyrir bestu jólalýsinguna í­ Reykjaví­k. Það gleður mig, enda finnst mér skreytingarnar á Hamborgarabúllunni sérlega velheppnaðar – einkum myndin á horninu, sem sýnir jólasvein sem náði ekki beygjunni og er flattur út á vegginn…

Mogginn kom

Mogginn barst heim í­ morgun. Það kom nokkuð á óvart þar sem við sögðum upp áskriftinni í­ gær. Fyrir ári sí­ðan fékk Steinunn tilboð um að kaupa Moggann í­ heilt ár fyrir 10þúsund kall. Hún tók því­ og við höfum verið áskrifendur fyrir 900 kr. á mánuði. Við erum hins vegar ekki til í­ að …