Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein í Dagfara, tímarit SHA, um notkun matvæla í mótmælum á Íslandi. Þar var einkum um að ræða skyrslettur, eggjakast og ávaxta-. Síðar, eftir að félagar í Saving Iceland-hópnum slettu skyri á fulltrúa á álráðstefnu, varð þessi greinarstúfur minn kveikjan að því að forystumaður í Framsóknarflokknum krafðist þess að ég …
Monthly Archives: janúar 2009
Lagaklækir
Ég hef nokkrum sinnum setið í laganefndum félaga. Stundum til að endurskoða lög frá grunni, stundum til að standa í smálagfæringum eða til að segja álit á breytingartillögum. Mín þumalputtaregla í því starfi hefur alltaf verið sú að lög eigi að vera skýr og taka á almennum álitamálum, en ekki vera klæðskerasaumuð að ríkjandi aðstæðum. …
Þegar Þorsteinn hótaði stjórnarslitum
Menn hafa verið að lesa eitt og annað í misvísandi yfirlýsingar ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar varðandi ástandið á Gaza. Við fyrstu sýn kann að virðast ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið, að afstaðan til ísraelsríkis yrði sérstakur ásteytingarsteinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. En hér er þó rétt að huga að sögunni. Steingrímur Hermannsson hefur sagt …
Góður punktur
Vantrúarseggurinn Matthías hittir á góðan punkt á blogginu sínu. Hann skrifar: Það fer fyrir brjóstið á einhverjum að átta ára stúlka flutti (var látin flytja) ræðu á Austurvelli. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess eins og er. Var ekki á svæðinu og hef ekki séð upptökur af þessu. Finnst þetta á gráu svæði …
Þokkaleg úrslit
Jæja, úrslit dagsins voru ágæt. Bournemouth var með forystu á útivelli gegn Darlington en fékk svo á sig jöfnunarmark á 83.mín. og tapaði svo leiknum á lokamínútunni. Á næstu dögum kemur í ljós hvort nýir hluthafar í Bournemouth séu í raun að koma rekstrinum þar á réttan kjöl eða hvort sama ruglið heldur áfram á …
Leik frestað
Fjandinn… frost í Bretlandi og fyrir vikið var leiknum okkar gegn Chester í dag frestað. Við sem vorum að fá um okkur þessa fínu grein í The Times. Jæja, þá er ekki annað að gera en að fylgjast með úrslitum hinna liðanna. Spurning hvaða úrslit væru best hjá Barnet og Grimsby? Viljum við freista þess …
Samfylkingin, Jón Ólafsson og ég
Ég gekk í Alþýðubandalagið árið 1991, sextán ára gamall. Mikið var ég stoltur þann dag. Ég yfirgaf Alþýðubandalagið haustið 1999, um það leyti sem verið var að vinna að stofnun Samfylkingarinnar sem formlegs stjórnmálaflokks. Það voru þung spor. Það voru margar ástæður fyrir að ég fór. Margar tengdust því að ég hafði séð eftir góðum …
Rýmkaður yfirvinnukvóti?
Miðað við umfang sumra þeirra mótmæla sem við höfum séð síðustu daga og vikur, þá verður MJÖG fróðlegt að sjá hver djöfullinn á eftir að ganga á þegar Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund sinn í Laugardalshöll. Hvað ætli lögreglan reikni með að vera með mikinn viðbúnað? Mun Sjálfstæðisflokkurinn fá heilu götunum lokað í grennd við fundarstaðinn?