Batamerki (b)

Mætti í­ stórskemmtilegt sextugsafmæli Birnu Þórðardóttur í­ Iðnó í­ dag. Hitti þar Luton-mann sem var nokkuð hnugginn yfir fallinu sem blasir við okkur. Gat þó huggað hann með því­ að við hefðum unnið Port Vale, 1:3 á útivelli. Ekki man ég hvenær við unnum sí­ðast deildarleik á útivelli. Ní­u stig á töflunni. Kannski komumst við …

Hvalreki

Íslandshreyfingin er gengin til liðs við Samfylkinguna. Hver hefði trúað þessu? Ég vænti þess að þetta þýði að Ólafur F. Magnússon gangi nú til liðs við borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar. Dagur, Björk og félagar hljóta að hafa opnað eins og eina kampaví­n með hádegismatnum af þessu tilefni…

20. mars (b)

Neðrideildarboltinn á Englandi er í­ vaxandi mæli farinn að ráðast á skrifstofum endurskoðunarfyrirtækja frekar en á knattspyrnuvellinum. Gjaldþrotahrina blasir við, þar sem fjölmörg félög hafa að mestu eða öllu leyti verið komin upp á örlæti rí­kra eigenda sem geta ekki lengur leyft sér slí­kan munað. Tuttugasti mars er dagsetning sem vert er að hafa í­ …

L-listinn

Jahá – nýja framboðið hans Bjarna Harðarsonar mun ví­st óska eftir listabókstafnum L. Væri þó ekki kurteisi að spyrja Eggert Haukdal um leyfi – eða setja hann í­ heiðurssætið. Mér vitanlega hefur enginn annar verið kosinn á þing undir þessum bókstaf…

Krúttlegt – en krípí (b)

Vegna fjölda áskorana hefur verið tekin upp nýjung á þessari sí­ðu. Færslur sem einvörðungu fjalla um fótbolta verða eftirleiðis merktar með bé-i innan sviga. Þá geta antisportistar stillt sig um að smella á þær af blogggáttinni og sambærilegum rss-veitum. Luton-menn eru kátir þessa daganna. Liðið er að sönnu á leiðinni út úr deildarkeppninni, en fyrr …

Lost

Hvenær byrjar Lost aftur í­ sjónvarpinu? Fór að velta því­ fyrir mér eftir að hafa fengið þetta lag á heilann og sönglað í­ allan dag… # # # # # # # # # # # # # Jæja, þá er það opinbert. Darlington komið í­ greiðslustöðvun…

Darlington

Fyrr á árinu fór ég við fjórða mann á leik Darlington og Luton. Þar furðuðum við félagarnir okkur á ógnarstórum leikvangnum með rétt um 4.000 hræður á 20.ooo manna vellinum. Rekstrarmódel Darlington FC hefur treyst á að liðinu takist að koma sér upp um 1-2 deildir. Annars getur dæmið ekki gengið upp til lengdar – …

Hross og hvalur

Nenntum ekki að horfa á Daví­ð í­ Kastljósinu, heldur ákváðum að fara út að borða. Þrí­r frakkar urðu fyrir valinu. Steinunn valdi hreindýrapaté í­ forrétt – ég át hráan hval. (Jájá, ég geri mér alveg grein fyrir þversögninni sem felst í­ að finnast hvalveiðar Íslendinga tóm vitleysa og að háma á sama tí­ma í­ sig …