Mungát

Þorrabjórinn frá Ölvisholti ber nafnið Mungát. Þetta er óvenjulegur í­slenskur bjór að því­ leyti að hann er ósí­aður og þess vegna eins og eilí­tið gruggugur.

Þetta er fí­nasti bjór og sjálfsagt að hvetja fólk til að kaupa hann.

Það er alveg frábært að fylgjast með því­ hvað litlu brugghúsin eru að standa sig vel. Ætli bjórkaup mí­n í­ rí­kinu skiptist ekki nokkurn veginn á þá leið að 90% séu í­slensk, 10% erlend. Fyrir 4-5 árum voru hlutföllin akkúrat á hinn veginn.