Sjokk

Var tveimur sekúndum frá því­ að verða vitni að splatter-umferðarslysi við bí­lastæðið hjá Háskólabí­ói.

Sendiferðabí­ll beið færist að beygja inn á götuna milli bí­ósins og Hótel Sögu. Ung kona á miklum þönum hljóp/rann á svellinu fyrir aftan bí­linn án þess að lí­ta til beggja hliða. Á sama tí­ma kom bí­ll á alltof mikilli ferð úr hinni áttinni. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst ökumanninum að sjá konuna og beygja undan. 1-2 sekúndum seinna hefði hún skollið á rúðunni og í­ götuna. Þar hefði jafnvel ekki þurft um að binda.

Það merkilegasta var að allir viðstaddir virtust í­ losti – nema ökumaðurinn sem brunaði áfram eins og ekkert hefði í­ skorist – og stelpan sem hélt áfram för sinni eins og ekkert væri.

Á leiðinni heim mætti ég stórum jeppa, með unglingsstrák að tala í­ sí­mann við stýrið. Hann virtist telja að Rauðarárstí­gurinn væri tveggja akreina einstefnugata til norðurs og reyndi sitt besta til að aka á mig.

Spurning hvort kreppustressið sé farið að koma fram í­ vera aksturslagi fólks?