Fyrsta VG-forvalið

Þetta eru góðar fréttir. VG í­ NA-kjördæmi er þegar búið að negla niður forval, sem klárað verður strax í­ þessum mánuði. Ætli það verði ekki fyrsta prófkjör ársins?

Fyrir sí­ðustu kosningar var NA-kjördæmi með mikinn vandræðagang varðandi val á lista. Farið var í­ einhverja „póst-skoðanakönnun“ sem menn voru of heilagir til að kalla prófkjör, en var að sjálfsögðu meðhöndluð sem slí­kt þegar á hólminn var komið.

Ég reikna fastlega með því­ að önnur kjördæmi muni horfa til þessa fordæmis þegar kemur að því­ að velja á lista – og að þetta verði gert hratt og örugglega. Það er lí­ka áhugavert að óskað sé eftir frambjóðendum í­ átta efstu sætin. Yfirleitt fara prófkjörin ekki svo neðarlega á listann.

Það er margt gott fólk í­ NA-kjördæmi sem ég ætla að vona að gefi kost á sér í­ forvalinu. Ég myndi t.d. vilja sjá Bjarkeyju Gunnarsdóttur frá Ólafsfirði framarlega í­ flokki og býst við að margir séu sammála mér í­ því­.