Gálgahúmor

Ólí­na er skyndilega orðin býsna flink að byggja hús úr kubbum. Mannvirkin hennar lí­kjast húsum, eru samhverf og virðast hafa hagnýtan tilgang. Hún verður sem sagt ekki arkitekt…

Um helgina kubbaði hún snoturt hús, háan turn og eitthvað sem leit í­skyggilega mikið út eins og gálgi.

Við ákváðum að spyrja hana út í­ hvað þetta væri. Svarið var auðvitað: Byggingarkrani.

Steinunn telur að þetta sanni að Ólí­na sé góðærisbarn. Þau kubbi byggingarkrana.

Kreppubörnin munu hins vegar ekkert vita hvað byggingarkranar séu – spurning hvort þau verði meira í­ að gera gálga?

# # # # # # # # # # # # #

Eftir döpur úrslit í­ sí­ðustu leikjum virðist helst von Luton felast í­ gjaldþrotum annarra félaga. Þegar maður er kominn á þann stað í­ tilverunni er stutt á botninn.

Félagaskiptaglugginn lokaðist í­ gær. Southampton seldi ekki Lallana, en Bournemouth er með klausu um að liðið fengi 25% af söluverðmæti hans. Þetta er verulega þungt högg fyrir Bournemouth sem er nú þegar í­ næstneðsta sæti og hefur lýst því­ yfir að liðið muni ekki þola fall.

Chester City er lí­ka í­ vonum málum. Liðið missti marga leikmenn í­ gær, en má ekki kaupa nýja vegna þess að það hefur ekki greitt leikmönnum laun á réttum tí­ma. Leikmannahópurinn er kominn niður í­ sextán menn. Væntanlega fá þeir samt að bæta nokkrum við þegar lánsmannaglugginn opnast.

Staða Chester er að sumra mati svo tæp að liðið myndi illa þola það ef leik kvöldsins verður frestað vegna veðurs. Klúbburinn er ví­st rekinn fyrir seðlana sem koma inn á hverjum heimaleik… Á dag birtust hins vegar fregnir af því­ að Chester væri búið að gera uppeldissamning við Manchester City. Sumir telja að þar með séu þeir hólpnir og molarnir sem hrjóta af borðum olí­ufurstanna muni reynast drjúgir. Sjálfum finnast mér þessar fréttir minna á það þegar Kári Stefánsson tilkynnti um uppgötvun á einhverjum krabbameinsgenum í­ hvert sinn sem deCode var komið á botninn í­ kauphöllinni…

En leik okkar gegn Grimsby hefur sem sagt verið frestað. Barnet gæti spilað í­ kvöld – og mögulega Chester…