Blái ferningurinn

Eftir tap dagsins má eiginlega heita öruggt að Luton fellur. Staðan sést hérna. Við erum 21 stigi frá öruggu sæti og ekkert bendir til að við náum að vinna það upp.

Það þýðir að á næsta ári munum við nær örugglega leika í­ Bláa fernings-úrvalsdeildinni.  Þarna er mikið af liðum sem maður þekkir hvorki haus né sporð á.

Þetta er fúlt – en fátt er þó með öllu illt. Deildin sem við erum í­ núna ratar nær aldrei í­ sjónvarp, en Bláa ferningsdeildin er með 1-2 beinar útsendingar á viku. Ég get þá huggað mig við að sjá Luton nokkrum sinnum í­ beinni útsendingu næsta vetur…

Og svo er bara að taka undanúrslitin í­ málningarbikarnum á þriðjudaginn.