Bakkelsi ósamlyndra hjóna

Á mánudaginn rennur upp sá dagur ársins sem helstu brestirnir í­ hjónabandi okkar Steinunnar koma fram. Það er bolludagurinn.

Þann dag borðum við bollur – af því­ að við föllum fyrir áróðri Landssambands bakarameistara þess efnis að það geri okkur að betri Íslendingum.

Vandinn er hins vegar sá að ég vil borða almennilegar bollur eins og heiðvirt fólk: gerdeigsbollur með rjóma og sultu.

Steinunn vill borða vatnsdeigsbollur með búðingi.

Mér sýnist að lausnin sé fundin að þessu sinni. Við verðum með tvöfalt kerfi í­ bollukaffinu. Gerdeigsliðið fær eldhúsið – vatnsdeigshópurinn stofuna.

# # # # # # # # # # # # #

Og talandi um Steinunni. Hún er á leið í­ forval – og nýjasti samkvæmisleikurinn í­ tengslum við slí­kar uppákomur eru Facebook-stuðningssí­ður. Þar skrái sig allir góðir menn!