Tortryggilegur frambjóðandi?

Guðbjörn Guðbjörnsson býður sig fram í­ prófkjöri í­haldsins á Suðurlandi, eins og lesa má um í­ þessar Moggafrétt.

Það væri ekki í­ frásögur færandi, nema að af fréttinni má ráða að Guðbjörn sé ekki allur þar sem hann er séður. Þar er námsferill frambjóðandans er rakinn: „írið 2008 lauk hann meistaragráðu í­ opinberri stjórnsýslu og er því­ stjórnsýslufræðingur að mennt. Þá lauk hann burtfararprófi í­ óperusöng árið 1986. Hann stundaði framhaldsnám í­ Austur-Berlí­n og lauk svo að eigin sögn námi frá „Óperustúdí­óinu“ í­ Zí¼rich í­ Sviss árið 1989. Þessu til viðbótar lauk hann prófi í­ þýsku árið 2006 og prófi frá Tollskóla rí­kisins árið 2000.“

Þessi klausa vekur fleiri spurningar en hún svarar.

Hvað á Morgunblaðið við, þegar það tekur sérstaklega fram að Guðbjörn hafi „að eigin sögn“ lokið söngnámi í­ Sviss? Hvers vegna sér blaðamaður ástæðu til að reka þennan varnagla? Og af hverju eru gæsalappir utan um „Óperustúdí­óið“?

Erum við að tala um nýjan Gí­sla Marteins-skandal? Er Guðbjörn Guðbjörnsson hinn nýi Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson? Maður spyr sig…

Ég er amk þegar orðinn sannfærður um að hér fari frambjóðandi með óhreint mjöl í­ pokahorninu.