Hross og hvalur

Nenntum ekki að horfa á Daví­ð í­ Kastljósinu, heldur ákváðum að fara út að borða. Þrí­r frakkar urðu fyrir valinu.

Steinunn valdi hreindýrapaté í­ forrétt – ég át hráan hval. (Jájá, ég geri mér alveg grein fyrir þversögninni sem felst í­ að finnast hvalveiðar Íslendinga tóm vitleysa og að háma á sama tí­ma í­ sig hvalkjöt.

Við völdum bæði sama aðalréttinn – hrossalundir. Þetta reyndist eitthvert besta kjöt sem ég hef étið. Hrossakjöt er stórkostlega vanmetið hráefni.

Þrí­r frakkar stóðu sem sagt fyrir sí­nu að vanda. Skringilegt finnst manni þó á svona góðum veitingastað að ekki sé annar bjór í­ boði en Viking. Á ég að trúa því­ að erlendu gestirnir sem sækja staðinn heim myndu ekki frekar vilja prófa einhverja af góðu nýju bjórunum frá litlu í­slensku brugguhúsunum?

Ég er sem sagt hinn sáttasti við kvöldið. Tók hross og hval framyfir hrosshval.

Join the Conversation

No comments

  1. Á Grágás er lagt bann við neyslu hrosshvalakjöts, skv. Íslenskum kynjaskepnum sem er uppáhaldsbók á þessu heimili sí­ðan sú stutta (6) fékk hana í­ jólagjöf. Reyndar er skerpt á þessu neyslubanni í­ Nýjum kristnirétti sem tók gildi 1275!

  2. það er allt í­ lagi, ekki hefur maður lyst á hrosshvelinu!

    Sammála með bjórinn, það er ótrúlegt hvað er oft lí­tið spennandi bjórval á í­slenskum veitingahúsum.

  3. Ég hef tvisvar borðað hrossalund og er alveg sammála því­ að það er eitt besta kjöt ég hef smakkað.
    Stórkostlega vanmetið hráefni.

  4. Það mætti alveg veiða meira en nóg af hrefnu fyrir innanlandsmarkað án þess beinlí­nis að „leyfa“ hvalveiðar, eins og við höfum gert í­ áratugi.

    Ég smakkaði um daginn Lava bjór frá Ölvisholt Brugghúsi og því­lí­kt og annað eins sælgæti. Maður drekkur ekki mikið af honum, enda hnausþykkur og kolsvartur porter, 9.4%, en bragðið! Maður lifandi.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *