Hross og hvalur

Nenntum ekki að horfa á Daví­ð í­ Kastljósinu, heldur ákváðum að fara út að borða. Þrí­r frakkar urðu fyrir valinu.

Steinunn valdi hreindýrapaté í­ forrétt – ég át hráan hval. (Jájá, ég geri mér alveg grein fyrir þversögninni sem felst í­ að finnast hvalveiðar Íslendinga tóm vitleysa og að háma á sama tí­ma í­ sig hvalkjöt.

Við völdum bæði sama aðalréttinn – hrossalundir. Þetta reyndist eitthvert besta kjöt sem ég hef étið. Hrossakjöt er stórkostlega vanmetið hráefni.

Þrí­r frakkar stóðu sem sagt fyrir sí­nu að vanda. Skringilegt finnst manni þó á svona góðum veitingastað að ekki sé annar bjór í­ boði en Viking. Á ég að trúa því­ að erlendu gestirnir sem sækja staðinn heim myndu ekki frekar vilja prófa einhverja af góðu nýju bjórunum frá litlu í­slensku brugguhúsunum?

Ég er sem sagt hinn sáttasti við kvöldið. Tók hross og hval framyfir hrosshval.